Íslandsmeistararnir fá tvo erlenda leikmenn | Annar stigahæstur í Svíþjóð á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2020 22:30 Ante og Ty munu koma til með að styrkja lið KR til muna. Samsett/KRKarfa Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í kvöld að Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild karla í vetur. Gospic er 29 ára gamall kraftframherji sem kemur frá Króatíu. Hann er litlir 2.03 metrar á hæð og hefur spilað víðsvegar á ferli sínum. Á síðustu leiktíð lék hann með KK Gorica í efstu deild í Króatíu. Gerði hann 8,1 að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst. Þá hefur hann leikið á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Gospic er mættur til landsins og hefur þegar hafið æfingar með Íslandsmeisturunum. Sabin er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur í stöðu bakvarðar. Hann hefur leikið í Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár. Hann lék með sænska liðinu Wetterbygden Stars á síðustu leiktíð og skoraði 22,2 stig að meðaltali í leik. Sabin er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Þjálfari KR heldur vart vatni yfir nýju leikmönnum liðsins “Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” segir Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, í viðtali við KRKarfa.is “Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra þar sem hann leiddi lið Wetterbygden óvænt til 5. sætis í deildinni. Ty getur skorað hvar sem er á vellinum og búið til körfur upp úr engu. Okkur þótti vanta leikmann sem krefur vörn andstæðinganna um tvöfaldanir eða aðra aðlögun,” sagði Darri einnig. “Ante hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. Hann er þokkalega hreyfanlegur stór maður sem getur skipt út á bakverði og bundið saman varnarleik okkar á hálfum velli. Í samtölum okkar við báða leikmenn kom fram hversu mikilvægt þeim þykir að vera í liði sem ætlar sér árangur. Það skipti okkur miklu máli og fellur vel við þann kúltúr sem hefur ráðið ríkjum í Vesturbænum.” KR mætir Njarðvík þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur er nýtt tímabil í Dominos-deild karla fer stað. Körfubolti Dominos-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í kvöld að Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild karla í vetur. Gospic er 29 ára gamall kraftframherji sem kemur frá Króatíu. Hann er litlir 2.03 metrar á hæð og hefur spilað víðsvegar á ferli sínum. Á síðustu leiktíð lék hann með KK Gorica í efstu deild í Króatíu. Gerði hann 8,1 að meðaltali í leik og tók 2,8 fráköst. Þá hefur hann leikið á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Gospic er mættur til landsins og hefur þegar hafið æfingar með Íslandsmeisturunum. Sabin er 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur í stöðu bakvarðar. Hann hefur leikið í Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár. Hann lék með sænska liðinu Wetterbygden Stars á síðustu leiktíð og skoraði 22,2 stig að meðaltali í leik. Sabin er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Þjálfari KR heldur vart vatni yfir nýju leikmönnum liðsins “Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” segir Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, í viðtali við KRKarfa.is “Ty Sabin var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar í fyrra þar sem hann leiddi lið Wetterbygden óvænt til 5. sætis í deildinni. Ty getur skorað hvar sem er á vellinum og búið til körfur upp úr engu. Okkur þótti vanta leikmann sem krefur vörn andstæðinganna um tvöfaldanir eða aðra aðlögun,” sagði Darri einnig. “Ante hefur skilað flottum tölum í bestu liðum efstu deildar Króatíu. Hann er þokkalega hreyfanlegur stór maður sem getur skipt út á bakverði og bundið saman varnarleik okkar á hálfum velli. Í samtölum okkar við báða leikmenn kom fram hversu mikilvægt þeim þykir að vera í liði sem ætlar sér árangur. Það skipti okkur miklu máli og fellur vel við þann kúltúr sem hefur ráðið ríkjum í Vesturbænum.” KR mætir Njarðvík þann 1. október í Vesturbæ Reykjavíkur er nýtt tímabil í Dominos-deild karla fer stað.
Körfubolti Dominos-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti