Enski boltinn

Vildi út­­skýringar á rauða spjaldinu en fékk sjálfur reis­upassann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rauða spjaldið fer á loft.
Rauða spjaldið fer á loft. vísir/getty

Slaven Bilic, þjálfari WBA, var ekki sáttur með frammistöðu Mike Dean, dómara, í leik Everton og WBA í gær.

Everton unnu 5-2 sigur eftir að hafa lent 1-0 undir en Kieran Gibbs fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að ýta James Rodriguez.

Bilic gekk til Dean í hálfleik og vildi fá skýringar á spjaldinu og fyrsta marki Everton en fékk þess í stað sjálfur að líta rauða spjaldið.

„Sérfræðingarnir mínir sögðu að það væri brot á okkur áður en þeir skoruðu fyrsta markið. Sem stjóri á ég rétt á því að spyrja dómarann hvað sé í gangi,“ sagði Bilic.

„Það var ekki eins og að leikurinn var í gangi. Það var hálfleikur og það var enginn þarna. Ég blótaði ekki. Ég spurði hann pirraður en fór ekki yfir línuna. Hann hunsaði mig og gaf mér rautt spjald.“

„Sem stjóri verðurðu að eiga kost á því að spyrja ef þú ferð ekki yfir línuna. Ég sagði við hann að ef hann vildi drepa okkur, þá ætti hann að gera það,“ sagði Bilic.

WBA er án stiga eftir fyrstu tvo leikina og bæði Gibbs og Bilic verða upp í stúku í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×