Enski boltinn

Langt síðasta tíma­bil ein af á­stæðunum fyrir tapinu gegn Palace

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær súr og svekktur í leikslok.
Solskjær súr og svekktur í leikslok. vísir/getty

Það var þungt yfir Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, er hann ræddi við fjölmiðlamenn í gegnum fjarskiptabúnað eftir tap United gegn Crystal Palace í dag.

Leikurinn var fyrsti leikur United eftir stutt sumarfrí en síðustu leiktíð hjá United lauk fyrir um mánuði síðan er liðið tapaði úrslitaleiknum gegn Sevilla í Evrópudeildinni.

Það er ein af ástæðunum fyrir tapinu gegn Palace í dag sagði Norðmaðurinn.

„Palace átti stigin þrjú skilin. Það var meiri ákefð í þeim í návígunum og tæklingunum,“ sagði Solskjær í samtali við fjölmiðla í leikslok.

„Síðasta tímabil okkar var langt og við kláruðum það ekki fyrr en 16. ágúst. Við höfðum ekki nægan tíma til þess að gera okkur klára.“

„Við höfum verið að vinna vel með þá leikmenn sem hafa verið hér en svo hafa nokkrir verið í landsleikjum. Ég talaði við Roy og þeir hafa spilað fjóra æfingaleiki og þetta var þriðji keppnisleikurinn þeirra,“ sagði Norðmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×