Golf

Matthew Wolff leiðir fyrir lokadaginn á US Open

Ísak Hallmundarson skrifar
Matthew Wolff er í forystu fyrir lokahringinn sem hefst í dag.
Matthew Wolff er í forystu fyrir lokahringinn sem hefst í dag. getty/Gregory Shamus

Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff er í forystu fyrir fjórða og síðasta hringinn á risamótinu US Open í golfi.

Wolff lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari. Hann var á pari eftir fyrstu tvo hringina og er því samtals á fimm höggum undir að þremur hringjum liðnum.

Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari en hann lék á 70 höggum, pari vallarins, í gær. Í þriðja sæti er Suður-Afríku maðurinn Louis Oosthuizen á einu höggi undir pari.

Norður-Írinn Rory McIlroy, einn vinsælasti golfari heims sem hefur oft verið efstur á heimslistanum, er í 7. sæti á einu höggi yfir pari, og má því segja að hann eigi enn veika von á að landa þessum risatitli á lokadeginum í dag. Dustin Johnson sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir er í 21. sæti á fimm höggum yfir pari.

Lokahringurinn á mótinu hefst kl. 17:00 í dag og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×