Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 14:00 Tsai Ing-wen, forseti Taívan. AP/Forsetaembætti Taívan Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. Hún segir það í það minnsta hafa sannfært íbúa Taívan um raunverulegt eðli ríkisstjórnar Kína. Bæði á föstudaginn og laugardaginn var herþotum flogið yfir Taívansund og inn í lofthelgi eyríkisins. Á sama tíma standa heræfingar herafla Kína yfir við sundið. Háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti Taívan fyrir helgi og hafa yfirvöld í Peking brugðist reið við þeirri heimsókn og öðrum ummerkjum um aukin opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði á föstudaginn að „þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Þar að auki birti flugher Kína myndband í gær sem sýndi sprengjuflugvél, sem getur borið kjarnorkuvopn, flogið að herstöð. Virtist sem að verið væri að æfa árás á herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Tsai ræddi við blaðamenn í morgun og fordæmdi hún heræfingar Kína. Hún sagði þær skaða ímynd Kína út á við og væru til þess fengnar að yfirvöld í Taívan grípi til aukinna varna gegn Kína. „Þar að auki hafa önnur ríki á svæðinu öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af Kína,“ sagði hún. „Kínversku kommúnistarnir þurfa að halda aftur af sér, ekki ögra.“ Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Ríkismiðlar í Kína birtu í morgun ummæli Wang Yang, sem er fjórði æðsti embættismaður Kommúnistaflokks Kína samkvæmt Reuters. Hann ítrekaði að Taívan yrði aldrei sjálfstætt og að eyríkið ætti ekki að reiða sig á útlendinga. Wang sagði einni að Kommúnistaflokkurinn myndi aldrei sætta sig við ógnir gagnvart fullveldi og öryggi Kína. Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. Hún segir það í það minnsta hafa sannfært íbúa Taívan um raunverulegt eðli ríkisstjórnar Kína. Bæði á föstudaginn og laugardaginn var herþotum flogið yfir Taívansund og inn í lofthelgi eyríkisins. Á sama tíma standa heræfingar herafla Kína yfir við sundið. Háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum heimsótti Taívan fyrir helgi og hafa yfirvöld í Peking brugðist reið við þeirri heimsókn og öðrum ummerkjum um aukin opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði á föstudaginn að „þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Þar að auki birti flugher Kína myndband í gær sem sýndi sprengjuflugvél, sem getur borið kjarnorkuvopn, flogið að herstöð. Virtist sem að verið væri að æfa árás á herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Tsai ræddi við blaðamenn í morgun og fordæmdi hún heræfingar Kína. Hún sagði þær skaða ímynd Kína út á við og væru til þess fengnar að yfirvöld í Taívan grípi til aukinna varna gegn Kína. „Þar að auki hafa önnur ríki á svæðinu öðlast betri skilning á þeirri ógn sem stafar af Kína,“ sagði hún. „Kínversku kommúnistarnir þurfa að halda aftur af sér, ekki ögra.“ Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Ríkismiðlar í Kína birtu í morgun ummæli Wang Yang, sem er fjórði æðsti embættismaður Kommúnistaflokks Kína samkvæmt Reuters. Hann ítrekaði að Taívan yrði aldrei sjálfstætt og að eyríkið ætti ekki að reiða sig á útlendinga. Wang sagði einni að Kommúnistaflokkurinn myndi aldrei sætta sig við ógnir gagnvart fullveldi og öryggi Kína.
Taívan Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Spennan stigmagnast í Taívansundi Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. 26. ágúst 2020 14:05
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42