Schitt's Creek setti met á Emmy-verðlaunahátíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2020 06:36 Feðgarnir Eugene Levy og Daniel Levy taka hér við verðlaunum fyrir besta gamanþáttinn, Schitt's Creek. Vísir/AP Schitt‘s Creek, Succession og Watchmen voru sigurvegarar Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðarinnar sem haldin var í nótt. Hátíðin var með óvenjulegu sniði vegna kórónuveirufaraldursins og var í raun haldin rafrænt þannig að sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru heima hjá sér í stað þess að mæta, líkt og venjulega, á viðburðinn í eigin persónu. Kanadíski gamanþátturinn Schitt‘s Creek setti nýtt met með því að vinna níu verðlaun sem engum gamanþætti hefur tekist áður. Þátturinn var ekki aðeins valinn besti gamanþátturinn heldur hrepptu leikarar þáttarins einnig helstu verðlaun kvöldsins fyrir leik í gamanþáttum. Catherine O‘Hara og Eugene Levy unnu þannig fyrir bestan leik í aðalhlutverki og þau Annie Murphy og Daniel Levy fyrir bestan leik í aukahlutverki. Succession var valinn besti dramaþátturinn og Jeremy Strong var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í þáttunum. Leikkonan Zendaya hlaut Emmy-verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaþætti fyrir hlutverk sitt í Euphoria. Hún er aðeins 24 ára gömul og er yngsta leikkonan til þess að fá verðlaunin. Watchmen hreppti svo hnossið sem besta staka sjónvarpsþáttaröðin og leikarar úr þættinum, þau Regina King og Yahya Abdul-Mateen II, voru valin bestu leikarar í aðalhlutverki í stakri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd. Hér má sjá lista yfir alla verðlaunahafana. Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Schitt‘s Creek, Succession og Watchmen voru sigurvegarar Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðarinnar sem haldin var í nótt. Hátíðin var með óvenjulegu sniði vegna kórónuveirufaraldursins og var í raun haldin rafrænt þannig að sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru heima hjá sér í stað þess að mæta, líkt og venjulega, á viðburðinn í eigin persónu. Kanadíski gamanþátturinn Schitt‘s Creek setti nýtt met með því að vinna níu verðlaun sem engum gamanþætti hefur tekist áður. Þátturinn var ekki aðeins valinn besti gamanþátturinn heldur hrepptu leikarar þáttarins einnig helstu verðlaun kvöldsins fyrir leik í gamanþáttum. Catherine O‘Hara og Eugene Levy unnu þannig fyrir bestan leik í aðalhlutverki og þau Annie Murphy og Daniel Levy fyrir bestan leik í aukahlutverki. Succession var valinn besti dramaþátturinn og Jeremy Strong var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í þáttunum. Leikkonan Zendaya hlaut Emmy-verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaþætti fyrir hlutverk sitt í Euphoria. Hún er aðeins 24 ára gömul og er yngsta leikkonan til þess að fá verðlaunin. Watchmen hreppti svo hnossið sem besta staka sjónvarpsþáttaröðin og leikarar úr þættinum, þau Regina King og Yahya Abdul-Mateen II, voru valin bestu leikarar í aðalhlutverki í stakri sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd. Hér má sjá lista yfir alla verðlaunahafana.
Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira