Enski boltinn

Grínaðist með að hann þyrfti að koma aftur fram á nærbuxunum ef Leicester yrði meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Lineker með Englandsmeistarabikarinn sem Leicester City vann fyrir fjórum árum.
Gary Lineker með Englandsmeistarabikarinn sem Leicester City vann fyrir fjórum árum. getty/Plumb Images

Frægt er þegar Gary Lineker kom fram á nærbuxum einum klæða í Match of the Day fyrir fjórum árum.

Lineker lofaði því að koma fram á nærbuxunum ef liðið hans, Leicester City, yrði Englandsmeistari. Refirnir komu öllum á óvart, unnu ensku úrvalsdeildina og Lineker þurfti að standa við stóru orðin.

Leicester hefur unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni til þessa og í Match of the Day í gær grínaðist Lineker með að hann gæti þurft að endurtaka nærbuxnaleikinn frá 2016.

„Leicester er á toppnum, best að þvo nærbuxurnar,“ sagði Lineker og glotti.

Í gær vann Leicester 4-2 sigur á Burnley á King Power vellinum. Um síðustu helgi sigraði Leicester nýliða West Brom, 0-3, á The Hawthornes.

Tveir erfiðir leikir bíða Leicester. Refirnir mæta Arsenal í enska deildabikarnum á miðvikudaginn og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×