Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 22:00 Valsmennirnir Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson fagna í leikslok í Garðabænum. vísir/hulda margrét Valur gerði sér lítið fyrir og rústaði Stjörnunni, 1-5, í toppslag í Pepsi Max-deild karla á Samsung-vellinum í kvöld. Öll mörk Valsmanna komu á fyrstu 34 mínútum leiksins. Patrick Pedersen og Aron Bjarnason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Birkir Már Sævarsson eitt. Sölvi Snær Guðbjargarson skoraði mark Stjörnunnar. Fyrir leikinn hafði Stjarnan ekki tapað í deildinni og fengið á sig fæst mörk allra liða (10). Úrslitin voru því ótrúleg í meira lagi. Þetta var níundi sigur Vals í röð. Liðið er áfram með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Stjarnan er enn í 3. sætinu með 24 stig. Fyrri hálfleikurinn er með þeim ótrúlegri sem hafa sést hér á landi í langan tíma. Valsmenn voru með gríðarlega mikla yfirburði og hreinlega völtuðu yfir bjargarlausa Stjörnumenn. Valur byrjaði leikinn af fítonskrafti og strax á 4. mínútu kom Pedersen gestunum yfir þegar hann fylgdi eftir skoti Lasses Petry sem Haraldur Björnsson varði út í teiginn. Á 18. mínútu bætti Pedersen við marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Harald fyrir að brjóta á Aroni sem slapp í gegnum vörn Stjörnunnar. Aron skoraði næstu tvö mörk Vals með tíu mínútna millibili. Á 21. mínútu skoraði hann með skoti í fjærhornið eftir sendingu Pedersens og á 31. mínútu vippaði hann skemmtilega yfir Harald eftir skalla Pedersens inn fyrir vörn Stjörnunnar. Þremur mínútum síðar skoraði Birkir Már fallegasta mark leiksins. Hann gaf þá á Aron sem sendi boltann strax inn fyrir með hælspyrnu. Birkir Már lék á Daníel Laxdal og kláraði færið með góðu utanfótarskoti. Staðan 0-5 eftir 34 mínútur og Stjörnumenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir og voru undir á öllum sviðum og vissu varla í þennan fótboltaheim né annan. Seinni hálfleikurinn var bara formsatriði sem þurfti að klára og var tíðindalítill í meira lagi. Sölvi Snær skoraði reyndar sárabótarmark fyrir Stjörnuna eftir hornspyrnu á 63. mínútu. Hann átti þá skot sem fór af varnarmanni og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-5 stórsigur Vals staðreynd. Aron Bjarnason var óstöðvandi í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Valsmenn eru á ofboðslega góðum stað og verða bara betri með hverjum leiknum. Frammistaðan í kvöld var sú besta hjá Val í sumar og þeir hreinlega stútuðu Stjörnunni. Valsmenn spiluðu frábæran sóknarleik og tættu Stjörnuvörnina í sig hvað eftir annað. Á hinum enda vallarins áttu þeir svo ekki í neinum vandræðum með að verjast sóknum Garðbæinga. Hverjir stóðu upp úr? Aron átti frábæra innkomu með Breiðabliki gegn Stjörnunni í fyrra og hann átti aftur eftirminnilegan leik á Samsung-vellinum. Hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fiskaði víti. Pedersen var sömuleiðis stórkostlegur með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Sigurður Egill Lárusson og Kaj Leo í Bartalsstovu voru ógnandi, Lasse Petry og Einar Karl Ingvarsson réðu ríkjum á miðjunni og Birkir Már var traustur og skoraði frábært mark. Hvað gekk illa? Allt hjá Stjörnunni og sem leit skelfilega út í fyrri hálfleik. Haraldur hefur átt flott sumar en var í tómu rugli, bakverðirnir Elís Rafn Björnsson og Heiðar Ægisson áttu í miklum vandræðum með kantmenn Vals og Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar, lék sennilega sinn versta leik á ferlinum. Hilmar Árni Halldórsson var líka skugginn af sjálfum sér. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli hjá liðunum um þessar mundir en þau eiga bæði leiki á fimmtudaginn og sunnudaginn. Stjarnan mætir Kópavogsliðunum, Breiðabliki og HK, á útivelli í næstu tveimur leikjum sínum á meðan Valur mætir FH á útivelli og Breiðabliki á heimavelli. Rúnar Páll: Klikkaði allt sem klikkað gat Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson eru þjálfarar Stjörnunnar sem tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu í kvöld.vísir/hulda margrét Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var ekki upplitsdjarfur eftir tapið fyrir Val í kvöld. Öll fimm mörk Valsmanna komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfilegt, fyrri hálfleikurinn var skelfilegur,“ sagði Rúnar Páll hreinskilinn eftir leik. „Ég hef engar afsakanir með það. Valsararnir keyrðu bara yfir okkur. Við vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum. Ég held þeir hafi fengið fimm eða sex sóknir og skorað fimm mörk. Við litum ekki vel út í þeim. Hvað veldur veit ég ekki.“ Rúnar Páll sagði að allt hafi farið úrskeiðis í fyrri hálfleiknum þar sem Valsmenn rúlluðu yfir Stjörnumenn. „Það klikkaði allt sem klikkað gat. Við eltum framherjana þeirra út um allan völl og pössuðum ekki plássið fyrir aftan vörnina. Þeir komust í gegnum okkur á mjög einfaldan hátt. Við vorum bara hrikalega daprir í fyrri hálfleik. Þetta voru svo mörg mörk ég man þau ekki öll,“ sagði Rúnar Páll. En hvernig er hálfleiksræðan hjá þjálfara þegar liðið hans er 5-0 undir? „Við þurftum bara að þétta raðirnar svo þetta myndi ekki fara verr,“ svaraði Rúnar Páll. „Við sáum ekki til sólar í fyrri hálfleik og reyndum bara að stappa stálinu í menn, halda áfram og spila með svolitlu stolti. En þegar þú ert 5-0 undir í hálfleik á móti Val eru ekki miklir möguleikar. Við reyndum að komast inn í leikinn og gerðum það s.s. ágætlega. En Valsmenn voru 5-0 yfir og þurftu ekkert að keyra áfram eins og í fyrri hálfleik.“ Heimir: Besta frammistaða okkar í sumar Strákarnir hans Heimis Guðjónssonar hafa unnið níu deildarleiki í röð.vísir/daníel Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var yfirvegunin og hógværðin uppmálað eftir stórsigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við létum boltann ganga hratt og örugglega. Við náðum að opna þá og skoruðum líka mörk eftir skyndisóknir. Seinni hálfleikurinn snerist svolítið um það að halda þessu. Við förum sáttir á koddann í kvöld,“ sagði Heimir. Valsmenn léku á als oddi í fyrri hálfleik, höfðu mikla yfirburði og voru komnir í 0-5 eftir 34 mínútur. En var frammistaðan í fyrri hálfleik sú besta sem Valur hefur sýnt í sumar? „Já, ég held ég verði að viðurkenna það. Þetta er með því betra sem við höfum gert,“ sagði Heimir. Hann segist alls ekki hafa búist við að hafa svona mikla yfirburði gegn Stjörnunni á þeirra heimavelli. „Það er alltaf erfitt að koma á Stjörnuvöllinn og spila. Þetta er gott lið sem gefst aldrei upp og hafa sýnt það í sumar. Þeir voru taplausir fyrir leikinn þannig að við hljótum að vera sáttir,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Valur
Valur gerði sér lítið fyrir og rústaði Stjörnunni, 1-5, í toppslag í Pepsi Max-deild karla á Samsung-vellinum í kvöld. Öll mörk Valsmanna komu á fyrstu 34 mínútum leiksins. Patrick Pedersen og Aron Bjarnason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Birkir Már Sævarsson eitt. Sölvi Snær Guðbjargarson skoraði mark Stjörnunnar. Fyrir leikinn hafði Stjarnan ekki tapað í deildinni og fengið á sig fæst mörk allra liða (10). Úrslitin voru því ótrúleg í meira lagi. Þetta var níundi sigur Vals í röð. Liðið er áfram með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Stjarnan er enn í 3. sætinu með 24 stig. Fyrri hálfleikurinn er með þeim ótrúlegri sem hafa sést hér á landi í langan tíma. Valsmenn voru með gríðarlega mikla yfirburði og hreinlega völtuðu yfir bjargarlausa Stjörnumenn. Valur byrjaði leikinn af fítonskrafti og strax á 4. mínútu kom Pedersen gestunum yfir þegar hann fylgdi eftir skoti Lasses Petry sem Haraldur Björnsson varði út í teiginn. Á 18. mínútu bætti Pedersen við marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Harald fyrir að brjóta á Aroni sem slapp í gegnum vörn Stjörnunnar. Aron skoraði næstu tvö mörk Vals með tíu mínútna millibili. Á 21. mínútu skoraði hann með skoti í fjærhornið eftir sendingu Pedersens og á 31. mínútu vippaði hann skemmtilega yfir Harald eftir skalla Pedersens inn fyrir vörn Stjörnunnar. Þremur mínútum síðar skoraði Birkir Már fallegasta mark leiksins. Hann gaf þá á Aron sem sendi boltann strax inn fyrir með hælspyrnu. Birkir Már lék á Daníel Laxdal og kláraði færið með góðu utanfótarskoti. Staðan 0-5 eftir 34 mínútur og Stjörnumenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir og voru undir á öllum sviðum og vissu varla í þennan fótboltaheim né annan. Seinni hálfleikurinn var bara formsatriði sem þurfti að klára og var tíðindalítill í meira lagi. Sölvi Snær skoraði reyndar sárabótarmark fyrir Stjörnuna eftir hornspyrnu á 63. mínútu. Hann átti þá skot sem fór af varnarmanni og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-5 stórsigur Vals staðreynd. Aron Bjarnason var óstöðvandi í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Valsmenn eru á ofboðslega góðum stað og verða bara betri með hverjum leiknum. Frammistaðan í kvöld var sú besta hjá Val í sumar og þeir hreinlega stútuðu Stjörnunni. Valsmenn spiluðu frábæran sóknarleik og tættu Stjörnuvörnina í sig hvað eftir annað. Á hinum enda vallarins áttu þeir svo ekki í neinum vandræðum með að verjast sóknum Garðbæinga. Hverjir stóðu upp úr? Aron átti frábæra innkomu með Breiðabliki gegn Stjörnunni í fyrra og hann átti aftur eftirminnilegan leik á Samsung-vellinum. Hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og fiskaði víti. Pedersen var sömuleiðis stórkostlegur með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Sigurður Egill Lárusson og Kaj Leo í Bartalsstovu voru ógnandi, Lasse Petry og Einar Karl Ingvarsson réðu ríkjum á miðjunni og Birkir Már var traustur og skoraði frábært mark. Hvað gekk illa? Allt hjá Stjörnunni og sem leit skelfilega út í fyrri hálfleik. Haraldur hefur átt flott sumar en var í tómu rugli, bakverðirnir Elís Rafn Björnsson og Heiðar Ægisson áttu í miklum vandræðum með kantmenn Vals og Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar, lék sennilega sinn versta leik á ferlinum. Hilmar Árni Halldórsson var líka skugginn af sjálfum sér. Hvað gerist næst? Það er skammt stórra högga á milli hjá liðunum um þessar mundir en þau eiga bæði leiki á fimmtudaginn og sunnudaginn. Stjarnan mætir Kópavogsliðunum, Breiðabliki og HK, á útivelli í næstu tveimur leikjum sínum á meðan Valur mætir FH á útivelli og Breiðabliki á heimavelli. Rúnar Páll: Klikkaði allt sem klikkað gat Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson eru þjálfarar Stjörnunnar sem tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu í kvöld.vísir/hulda margrét Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var ekki upplitsdjarfur eftir tapið fyrir Val í kvöld. Öll fimm mörk Valsmanna komu í fyrri hálfleik. „Þetta var skelfilegt, fyrri hálfleikurinn var skelfilegur,“ sagði Rúnar Páll hreinskilinn eftir leik. „Ég hef engar afsakanir með það. Valsararnir keyrðu bara yfir okkur. Við vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum. Ég held þeir hafi fengið fimm eða sex sóknir og skorað fimm mörk. Við litum ekki vel út í þeim. Hvað veldur veit ég ekki.“ Rúnar Páll sagði að allt hafi farið úrskeiðis í fyrri hálfleiknum þar sem Valsmenn rúlluðu yfir Stjörnumenn. „Það klikkaði allt sem klikkað gat. Við eltum framherjana þeirra út um allan völl og pössuðum ekki plássið fyrir aftan vörnina. Þeir komust í gegnum okkur á mjög einfaldan hátt. Við vorum bara hrikalega daprir í fyrri hálfleik. Þetta voru svo mörg mörk ég man þau ekki öll,“ sagði Rúnar Páll. En hvernig er hálfleiksræðan hjá þjálfara þegar liðið hans er 5-0 undir? „Við þurftum bara að þétta raðirnar svo þetta myndi ekki fara verr,“ svaraði Rúnar Páll. „Við sáum ekki til sólar í fyrri hálfleik og reyndum bara að stappa stálinu í menn, halda áfram og spila með svolitlu stolti. En þegar þú ert 5-0 undir í hálfleik á móti Val eru ekki miklir möguleikar. Við reyndum að komast inn í leikinn og gerðum það s.s. ágætlega. En Valsmenn voru 5-0 yfir og þurftu ekkert að keyra áfram eins og í fyrri hálfleik.“ Heimir: Besta frammistaða okkar í sumar Strákarnir hans Heimis Guðjónssonar hafa unnið níu deildarleiki í röð.vísir/daníel Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var yfirvegunin og hógværðin uppmálað eftir stórsigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við létum boltann ganga hratt og örugglega. Við náðum að opna þá og skoruðum líka mörk eftir skyndisóknir. Seinni hálfleikurinn snerist svolítið um það að halda þessu. Við förum sáttir á koddann í kvöld,“ sagði Heimir. Valsmenn léku á als oddi í fyrri hálfleik, höfðu mikla yfirburði og voru komnir í 0-5 eftir 34 mínútur. En var frammistaðan í fyrri hálfleik sú besta sem Valur hefur sýnt í sumar? „Já, ég held ég verði að viðurkenna það. Þetta er með því betra sem við höfum gert,“ sagði Heimir. Hann segist alls ekki hafa búist við að hafa svona mikla yfirburði gegn Stjörnunni á þeirra heimavelli. „Það er alltaf erfitt að koma á Stjörnuvöllinn og spila. Þetta er gott lið sem gefst aldrei upp og hafa sýnt það í sumar. Þeir voru taplausir fyrir leikinn þannig að við hljótum að vera sáttir,“ sagði Heimir að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti