Sport

Dag­skráin í dag: Gylfi og Rúnar gætu spilað og Domin­os deild kvenna fer af stað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Rúnar Alex Rúnarsson gætu öll verið í eldlínunni í kvöld.
Gylfi Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Rúnar Alex Rúnarsson gætu öll verið í eldlínunni í kvöld. vísir/getty/bára

Það eru fjórar beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag og í kvöld; þrjár úr heimi fótboltans og ein af íslenskum köfrubolta.

Rúnar Alex Rúnarsson gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Arsenal er liðið mætir Leicester á útivelli í enska deildarbikarnum.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal fyrr í vikunni en spurningin er hvort að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hvíli Bernd Leno og láti KR-inginn spila sinn fyrsta leik fyrir Lundúnarliðið.

Einnig klukkan 18.45 verður flautað til leiks í Fleetwood þar sem Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton eru í heimsókn.

Gylfi fór á kostum í síðasta deildarbikarleik Everton. Þar var FH-ingurinn með fyrirliðabandið, skoraði mark og lagði upp annað.

Dominos deild kvenna hefst í dag. Sýnt verður beint frá hörkuleik Hauka og Skallagríms en Borgnesingar eru ríkjandi bikarmeistarar og unnu meistarakeppni KKÍ á dögunum.

Forkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram en klukkan sjö fer leikur Olympiakos og Omonia fram í Grikklandi. Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiakos.

Alla dagskrá dagsins má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×