Kelly Clarkson opnar sig um skilnaðinn: „Set alltaf börnin mín í forgang“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2020 10:30 Kelly Clarkson fór af stað með aðra þáttaröðina af spjallþætti sínum í upphafi vikunnar. Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson byrjaði með aðra seríu af spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show í byrjun vikunnar. Í sumar sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock og opnaði hún sig um skilnaðinn í upphafsræðu sinni í fyrsta þættinum. „Það sem ég er að takast á við er erfitt og kemur ekki bara niður á mér heldur einnig börnunum okkar. Skilnaður er aldrei auðveldur. Við komum bæði úr skilnaðar fjölskyldum og vitum að það er nauðsynlegt að vernda börnin okkar,“ segir Kelly en saman eiga þau tvö börn. Í skilnaðarpappírunum sem Clarkson lagði fram segir hún ástæðu skilnaðarins vera ágreiningsmál sem ekki væri unnt að leysa úr. Eins óskaði Clarkson eftir sameiginlegu forræði tveggja barna þeirra hjóna. Þá krefst Clarkson þess að kaupmála sem gerður var í upphafi hjónabandsins verði framfylgt. Clarkson hefur einnig óskað eftir því að fá löglegu ættarnafni sínu breytt aftur yfir í Clarkson, en hún tók upp nafnið Blackstock við giftingu. Þrátt fyrir það hefur hún áfram verið þekkt undir Clarkson-nafninu og notað það iðulega. „Ég er vanalega mjög opin manneskja og tala um allt en varðandi þetta mál mun það mest megnis verða innan fjölskyldunnar, því ég set alltaf börnin mín í forgang. Það eru margir að spyrja mig hvernig mér líður og ég hef það bara ágætt. Ég mun samt sem áður ekki tala mikið um þetta en mögulega mun ég semja tónlist í kringum þessa lífreynslu.“ Clarkson og Blackstock gengu í það heilaga árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dótturina River og fjögurra ára soninn Remington. Hollywood Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson byrjaði með aðra seríu af spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show í byrjun vikunnar. Í sumar sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock og opnaði hún sig um skilnaðinn í upphafsræðu sinni í fyrsta þættinum. „Það sem ég er að takast á við er erfitt og kemur ekki bara niður á mér heldur einnig börnunum okkar. Skilnaður er aldrei auðveldur. Við komum bæði úr skilnaðar fjölskyldum og vitum að það er nauðsynlegt að vernda börnin okkar,“ segir Kelly en saman eiga þau tvö börn. Í skilnaðarpappírunum sem Clarkson lagði fram segir hún ástæðu skilnaðarins vera ágreiningsmál sem ekki væri unnt að leysa úr. Eins óskaði Clarkson eftir sameiginlegu forræði tveggja barna þeirra hjóna. Þá krefst Clarkson þess að kaupmála sem gerður var í upphafi hjónabandsins verði framfylgt. Clarkson hefur einnig óskað eftir því að fá löglegu ættarnafni sínu breytt aftur yfir í Clarkson, en hún tók upp nafnið Blackstock við giftingu. Þrátt fyrir það hefur hún áfram verið þekkt undir Clarkson-nafninu og notað það iðulega. „Ég er vanalega mjög opin manneskja og tala um allt en varðandi þetta mál mun það mest megnis verða innan fjölskyldunnar, því ég set alltaf börnin mín í forgang. Það eru margir að spyrja mig hvernig mér líður og ég hef það bara ágætt. Ég mun samt sem áður ekki tala mikið um þetta en mögulega mun ég semja tónlist í kringum þessa lífreynslu.“ Clarkson og Blackstock gengu í það heilaga árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dótturina River og fjögurra ára soninn Remington.
Hollywood Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira