Spá Haukum næstefsta sæti: „Held að þær verði svakalegar“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 13:01 Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir komu til Hauka frá Grindavík í sumar. mynd/@haukarbasket „Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
„Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira