Pálína: Valur missti ekki bara Helenu heldur líka langmesta karakterinn í Valsliðinu í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 16:31 Sylvía Rún Hálfdanardóttir býr sig undir að taka frákast á milli tveggja Snæfellsstelpan á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira