Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 11:30 Breiðablik vann Val af öryggi, 4-0, fyrr í sumar en liðin mætast aftur í toppslag á Hlíðarenda föstudaginn 2. október. VÍSIR/DANÍEL Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira
Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira
Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01