Með 62 milljónir í laun á viku en kemst ekki í hópinn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:45 Mesut Ozil fagnar marki með Arsenal en það lítur út fyrir það að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik með félaginu. Risasamningur hans rennur þó ekki út fyrr en næsta sumar. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Knattspyrnustjóri Arsenal segir það verða mjög erfitt fyrir Mesut Özil að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins, ekki liðinu heldur hópnum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í enn eina fjarveruna hjá Mesut Özil þegar liðið mætti Leicester City í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fjórði leikur Arsenal á tímabilinu og Mesut Özil hefur aldrei verið í hóp. Arteta svaraði að það yrði mjög erfitt fyrir Þjóðverjann að vinna sér sæti í leikmannahópnum. Mesut Özil hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars síðastliðinn. Hann var ekkert með liðinu þegar enska úrvalsdeildin var kláruð í sumar og hefur ekkert verið með liðinu það sem af er á þessu tímabili. Mesut Özil skrifaði undir risasamning við Arsenal í janúar árið 2018 og er sagður frá 350 þúsund pund í vikulaun eða meira en 62 milljónir króna vikulega. Frá 7. mars hefur Arsenal því borgað Mesut Özil 1,7 milljarð króna í laun án þess að fá svo sem eina mínútu frá honum inn á vellinum. Mikel Arteta had admitted that it is "very difficult" for Mesut Ozil to break back into his Arsenal side after leaving him out of a fourth successive matchday squad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 24, 2020 Özil er á síðasta árinu á samningi sínum við Arsenal og félagið hefur ekki haft not fyrir hann í langan tíma. Arteta gaf honum strax tækifæri þegar hann tók við en það entist bara fram í mars. „Liðið er í þróun og þið sjáið bara hvert það er komið á frammistöðunni. Þetta er bara staðan hjá okkur eins og er. Við viljum þróast enn frekar, spila betur og sýna meiri keppnishörku. Við þurfum að viðhalda þessu,“ sagði Mikel Arteta. „Ég er ánægður með frammistöðuna og hversu erfitt það er orðið fyrir þjálfarateymið að velja í liðið,“ sagði Arteta. „Við veljum alltaf þá leikmenn sem við teljum að séu bestir fyrir liðið í viðkomandi leik,“ sagði Arteta. Asked Arteta about Ozil, he declined to discuss him and said he is happy with the performance of the players here. https://t.co/L1m06UAOHa— James Benge (@jamesbenge) September 23, 2020 „Við erum að breyta til og þróa leikmenn. Það er erfitt fyrir alla leikmenn, ekki bara Meut, að komast í hópinn. Við reynum bara að velja réttu mennina í hverjum leik,“ sagði Arteta en blaðamenn vildi fá skýrari svör. „Ég skil vel og ber virðingu fyrir ykkar spurningum. Ég verð bara að skila mínu starfi eins vel og ég get og vera eins sanngjarn og ég get. Ég reyni að velja þá leikmenn sem eru í besta forminu,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira