Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 26-24 | Heimamenn höfðu betur í spennuleik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 24. september 2020 21:45 Þorsteinn Gauti svífur í kvöld. vísir/huldamargrét Afturelding fagnaði tveggja marka sigri gegn Selfossi 26-24. Selfyssingar eltu frá fyrstu mínútu og skyldu tvö mörk liðin að í hálfleik, 14-12. Heimamenn náðu snemma tökunum á leiknum og leiddu orðið með fjórum mörkum eftir fyrsta stundarfjórðunginn 9-5. Selfyssingar voru sjálfum sér verstir, nýttu færin sín illa og töpuðu mikið af boltum í agaleysi. Nökkvi Dan Elliðason kom með krafti inní sóknin hjá Selfossi, sótti þrjú víti og skoraði fyrir sína menn sem náðu áhlaupi áður en flautað var til hálfleiks og munurinn þá aðeins tvö mörk, 14-12. Gestirnir að sunnan jöfnuðu leikinn snemma í síðari hálfleik í stöðunni 16-16 og lengst af í síðari hálfleik eða þar til heimamenn náðu þriggja marka forystu fyrir lokakaflann, 22-19. Bæði lið gerðu sig sek um ótal tæknifeila, óagaðir sóknarlega með mikið af töpuðum boltum en það sem skar á milli í kvöld er nýting dauðafæra, þar stóðu Mosfellingar betur. Það var smá spenna á lokakaflanum þegar Selfoss minnkaði leikinn niður í eitt mark, 23-22, en Guðmundur Árni Ólafsson kláraði leikinn með tveimur mörkum í kjölfarið fyrir Aftureldingu sem fagnaði að lokum tveggja marka sigri 26-24. Sveinn Andri reynist að komast í gegnum vörn Aftureldingar í kvöld.vísir/huldamargrét Af hverju vann Afturelding? Heimamenn voru áræðnari, sýndu liðsheild og karakter í þessum leik. Létu mótlætið ekki hafa áhrif á sig og keyrðu sig út. Þetta var ekki fallegur handbolti oft á tíðum en þeir héldu haus og uppskáru eftir því verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Hornamennirnir stóðu fyrir markaskorun heimamanna, Guðmundur Árni og Úlfar Páll Monsi með fimm mörk hvor. Bergvin Þór Gíslason stýrði sóknarleiknum vel og var atkvæðamestur varnarlega. Arnór Freyr Stefánsson hélt sínum mönnum inní leiknum með góðri markvörslu sérstaklega í fyrri hálfleik en hann endaði með 12 bolta varða. Nökkvi Dan Elliðason átti góða innkomu inní leik Selfoss, endaði með þrjú mörk, þrjú fiskuð víti og fimm sköpuð færi en Guðmundur Hólmar endaði markahæstur með 8 mörk. Vilius Rasimax var lengi í gang enn varði vel í síðari hálfleik og endaði með 16 bolta varða í tæpri 40% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfyssinga var hálf vandræðalegur, óagaður, klaufalegur og svo fóru þeir illa með þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þeim bráðvantar framlag frá fleiri leikmönnum en Guðmundi Hólmari. Einar Sverrisson þarf að fara að skora meira. Hvað er framundan? Afturelding sækir Gróttuna heim á Seltjarnarnesið og Selfoss tekur á móti FH, hörkuviðureign þar þegar Halldór Jóhann Sigfússon fær að mæta sínu gamla félagi á Selfossi. Sigurinn var mikilvægur fyrir Aftureldingu.vísir/huldamargrét Á móti fullmönnuðu Aftureldingar liðið hefðum við verið rasskelltir Halldór telur að sínir menn hafi vanmetið lið Aftureldingar sem mætti til leiks í kvöld enn það vantaði þrjá úr byrjunarliði heimamanna frá því í síðasta leik, Gunnar Malmquist, Þorstein Leó Gunnarsson og Halldór Inga Jónasson. „Þegar menn litu yfir hverjir væru að fara að mæta okkur í dag, það vantar auðvitað gríðalega mikið inní Aftureldinga liðið, menn héldu bara að þetta yrði auðvelt“ sagði Halldór. „Við gerðum alltaf glórulaus mistök, töpum boltanum eða stöndum ekki vörnina.“ Halldór var vægt til orða tekið ósáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum. „Menn litu bara svolítið á næsta mann og biðu eftir því að hann myndi gera hlutina. Svo vorum við auðvitað að klikka á dauðafærum, endalaust af töpuðum boltum og bara miðað við þessa frammistöðu finnst mér magnað að við höfum haldið í við Aftureldingu.“ „Það vantaði auðvitað marga í þeirra lið. Á móti fullmönnuðu Aftureldingarliði hefðum við verið vel rassskelltir hérna í dag, það er alveg ljóst.“ Guðmundur Hólmar endaði markahæstur Selfyssinga en átti engan stórleik þrátt fyrir það. Halldór segir að það sé ekki hægt að treysta alltaf á fullkominn leik frá einum leikmanni. „Einn leikmaður getur ekki haldið okkur á floti. Það er alveg ljóst að við verðum að fá framlag frá fleiri leikmönnum, sameiginlegt verkefni okkar leikmanna og þjálfara. Með þessum sóknarleik, bæði í dag og í síðasta leik þá erum við ekki að fara að gera mikið“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Gunnar: Við vorum í keppni við Hauka hvort liðið gæti klúðrað fleiri vítum „Ótrúleg liðsheild og frábær karakter hjá strákunum að landa þessum sigri“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum, hvað margir lögðu í púkkið og hvað við börðumst fyrir þessu í 60 mínútur. Við hefðum geta unnið þetta stærra, við fengum færi til þess en engu að síður þá fengum við fullt af mótlæti bæði í vikunni og í leiknum enn við héldum haus í 60 mínútur og ég er stoltur“ „Við misstum þrjá úr byrjunarliðinu frá síðasta leik, auðvitað tekur það í. Þegar svona gerist þá þjappa menn sér saman, það kemur oft sterkari liðsheild og karakterinn kemur í ljós. Það reyndi á okkur í undirbúningnum og ég er ánægður með það hvernig til tókst“ „Við vorum klaufar að vera ekki 3-4 mörkum yfir í hálfleik. Við héldum haus og brotnuðum ekki. Við vorum í smá keppni við Haukana um það hver gæti klúðrað fleiri vítum“ sagði Gunni léttur að lokum þar sem liðið klúðraði fjórum vítaköstum í leiknum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss
Afturelding fagnaði tveggja marka sigri gegn Selfossi 26-24. Selfyssingar eltu frá fyrstu mínútu og skyldu tvö mörk liðin að í hálfleik, 14-12. Heimamenn náðu snemma tökunum á leiknum og leiddu orðið með fjórum mörkum eftir fyrsta stundarfjórðunginn 9-5. Selfyssingar voru sjálfum sér verstir, nýttu færin sín illa og töpuðu mikið af boltum í agaleysi. Nökkvi Dan Elliðason kom með krafti inní sóknin hjá Selfossi, sótti þrjú víti og skoraði fyrir sína menn sem náðu áhlaupi áður en flautað var til hálfleiks og munurinn þá aðeins tvö mörk, 14-12. Gestirnir að sunnan jöfnuðu leikinn snemma í síðari hálfleik í stöðunni 16-16 og lengst af í síðari hálfleik eða þar til heimamenn náðu þriggja marka forystu fyrir lokakaflann, 22-19. Bæði lið gerðu sig sek um ótal tæknifeila, óagaðir sóknarlega með mikið af töpuðum boltum en það sem skar á milli í kvöld er nýting dauðafæra, þar stóðu Mosfellingar betur. Það var smá spenna á lokakaflanum þegar Selfoss minnkaði leikinn niður í eitt mark, 23-22, en Guðmundur Árni Ólafsson kláraði leikinn með tveimur mörkum í kjölfarið fyrir Aftureldingu sem fagnaði að lokum tveggja marka sigri 26-24. Sveinn Andri reynist að komast í gegnum vörn Aftureldingar í kvöld.vísir/huldamargrét Af hverju vann Afturelding? Heimamenn voru áræðnari, sýndu liðsheild og karakter í þessum leik. Létu mótlætið ekki hafa áhrif á sig og keyrðu sig út. Þetta var ekki fallegur handbolti oft á tíðum en þeir héldu haus og uppskáru eftir því verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Hornamennirnir stóðu fyrir markaskorun heimamanna, Guðmundur Árni og Úlfar Páll Monsi með fimm mörk hvor. Bergvin Þór Gíslason stýrði sóknarleiknum vel og var atkvæðamestur varnarlega. Arnór Freyr Stefánsson hélt sínum mönnum inní leiknum með góðri markvörslu sérstaklega í fyrri hálfleik en hann endaði með 12 bolta varða. Nökkvi Dan Elliðason átti góða innkomu inní leik Selfoss, endaði með þrjú mörk, þrjú fiskuð víti og fimm sköpuð færi en Guðmundur Hólmar endaði markahæstur með 8 mörk. Vilius Rasimax var lengi í gang enn varði vel í síðari hálfleik og endaði með 16 bolta varða í tæpri 40% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfyssinga var hálf vandræðalegur, óagaður, klaufalegur og svo fóru þeir illa með þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þeim bráðvantar framlag frá fleiri leikmönnum en Guðmundi Hólmari. Einar Sverrisson þarf að fara að skora meira. Hvað er framundan? Afturelding sækir Gróttuna heim á Seltjarnarnesið og Selfoss tekur á móti FH, hörkuviðureign þar þegar Halldór Jóhann Sigfússon fær að mæta sínu gamla félagi á Selfossi. Sigurinn var mikilvægur fyrir Aftureldingu.vísir/huldamargrét Á móti fullmönnuðu Aftureldingar liðið hefðum við verið rasskelltir Halldór telur að sínir menn hafi vanmetið lið Aftureldingar sem mætti til leiks í kvöld enn það vantaði þrjá úr byrjunarliði heimamanna frá því í síðasta leik, Gunnar Malmquist, Þorstein Leó Gunnarsson og Halldór Inga Jónasson. „Þegar menn litu yfir hverjir væru að fara að mæta okkur í dag, það vantar auðvitað gríðalega mikið inní Aftureldinga liðið, menn héldu bara að þetta yrði auðvelt“ sagði Halldór. „Við gerðum alltaf glórulaus mistök, töpum boltanum eða stöndum ekki vörnina.“ Halldór var vægt til orða tekið ósáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum. „Menn litu bara svolítið á næsta mann og biðu eftir því að hann myndi gera hlutina. Svo vorum við auðvitað að klikka á dauðafærum, endalaust af töpuðum boltum og bara miðað við þessa frammistöðu finnst mér magnað að við höfum haldið í við Aftureldingu.“ „Það vantaði auðvitað marga í þeirra lið. Á móti fullmönnuðu Aftureldingarliði hefðum við verið vel rassskelltir hérna í dag, það er alveg ljóst.“ Guðmundur Hólmar endaði markahæstur Selfyssinga en átti engan stórleik þrátt fyrir það. Halldór segir að það sé ekki hægt að treysta alltaf á fullkominn leik frá einum leikmanni. „Einn leikmaður getur ekki haldið okkur á floti. Það er alveg ljóst að við verðum að fá framlag frá fleiri leikmönnum, sameiginlegt verkefni okkar leikmanna og þjálfara. Með þessum sóknarleik, bæði í dag og í síðasta leik þá erum við ekki að fara að gera mikið“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Gunnar: Við vorum í keppni við Hauka hvort liðið gæti klúðrað fleiri vítum „Ótrúleg liðsheild og frábær karakter hjá strákunum að landa þessum sigri“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum, hvað margir lögðu í púkkið og hvað við börðumst fyrir þessu í 60 mínútur. Við hefðum geta unnið þetta stærra, við fengum færi til þess en engu að síður þá fengum við fullt af mótlæti bæði í vikunni og í leiknum enn við héldum haus í 60 mínútur og ég er stoltur“ „Við misstum þrjá úr byrjunarliðinu frá síðasta leik, auðvitað tekur það í. Þegar svona gerist þá þjappa menn sér saman, það kemur oft sterkari liðsheild og karakterinn kemur í ljós. Það reyndi á okkur í undirbúningnum og ég er ánægður með það hvernig til tókst“ „Við vorum klaufar að vera ekki 3-4 mörkum yfir í hálfleik. Við héldum haus og brotnuðum ekki. Við vorum í smá keppni við Haukana um það hver gæti klúðrað fleiri vítum“ sagði Gunni léttur að lokum þar sem liðið klúðraði fjórum vítaköstum í leiknum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti