Myndir af konum sem ekki eru grannvaxnar sleppi síður í gegn á Facebook Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. september 2020 15:02 Facebook lokaði í morgun síðu Modidbodi á Íslandi eftir að eigandi síðunnar birti auglýsingamynd af konu í túrnærbuxum. Modibodi „Ég hef ekki lent í því áður að Facebook síðunni sé lokað svona alveg eins núna. Hins vegar hef ég oft lent í því að einstaka vörur eða myndir séu bannaðar og komist ekki framhjá róbótinum sem metur það hvort auglýsingar geti sært blygðunarkennd fólks.“ Þetta segir Arna Sigrún Haraldsdóttir í samtali við Vísi. Arna Sigrún á og rekur netverslunina Modibodi.is þar sem hún selur ýmsar vörur til að nota á blæðingum og þar má helst nefna túrnærbuxur. Eftir að Arna setti inn mynd til að auglýsa túrnærbuxur var Facebook síðu búðarinnar lokað skyndilega. Hún telur að síðunni hafi verið lokað vegna þess að mynd sem hún birti hafi ekki staðist síu Facebook og því talist óviðeigandi. „Síðasta myndin sem ég birti á síðunni var af konu í stuttermabol og á nærbuxunum að skera grænmeti og ég get ekki skilið að einhverjum róbóti hafi verið kennt að svona sé dónalegt.“ Þetta er síðasta myndin sem Arna Sigrún birti á Facebook síðu Modibodi og var síðunni lokað í kjölfarið. Modibodi Áður hefur Arna Sigrún lent í því að mynd sem hún reyndi að birta á síðunni var tekin niður og segist hún hafa í kjölfarið sent kvörtun til Facebook. „Það er ein mynd sem mér finnst mjög falleg frá Modibodi sem komst ekki í gegn en myndin er af konu sem snýr baki í myndavélina, krýpur á rúmi og teygir sig upp í loftið. Mér fannst það svo fáránleg ákvörðun að ég sendi ítrekað kvörtun til Facebook og reyndi að birta hana oftar en einu sinni. En þessi tiltekna mynd þykir greinilega mjög dónaleg.“ Þessa tilteknu mynd frá Modibodi hefur Arna reynt að birta nokkrum sinnum á Facebook en hún hefur alltaf verið tekin niður. Modibodi Arna segist velta því fyrir sér hvaða þættir spili inn í þegar gert er upp á milli myndbirtinga á Facebook af konum í nærfötum. Myndirnar sem Modibodi notar eru af konum af öllum stærðum og gerðum og eru þær allar óunnar og því ekki búið að breyta útliti kvennanna í myndvinnsluforritum eins og svo algengt er með auglýsingamyndir. Þessi mynd er einnig auglýsingamynd frá Modibodi og hafði Facebook ekkert út á hana að setja.Modibodi „Módelmyndir af fit konum á nærfötum sleppa frekar í gegn heldur en myndir af konum í yfirþyngd. Mér finnst þetta auðvitað óþolandi“ Arna segir einnig að vörur sem ætlaðar séu konum eins og túrbikarar komist ekki í gegnum síuna á Facebook. „Ég get til dæmis aldrei auglýst Ziggy Cup sem er tíðadiskur svipaður og hefðbundinn túrbikar. Honum fylgja nefnilega leiðbeiningar um að það sé hægt að nota hann í kynlífi.“ Arna segist ekki getað auglýst túrvörur á Facebook því þær eru jafnóðan teknar niður. Intimina „Einhvern tímann ætlaði ég að birta mjög einfalda teikningu af innri kynfærum kvenna þar sem sýnt er hvernig Ziggy Cup er komið fyrir, en það var bannað. Það er náttúrulega fáránlegt að það megi ekki kenna fólki að nota túrvörur á einhverjum stærsta auglýsingamiðli í heimi,“segir Arna að lokum. Hér er leiðbeiningarmynd frá Ziggy Cup sem sýnir hvernig á að nota túrbikarinn á réttan hátt. Þessi mynd er ein af þeim sem komast ekki í gegnum síuna á Facebook.Intimina Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég hef ekki lent í því áður að Facebook síðunni sé lokað svona alveg eins núna. Hins vegar hef ég oft lent í því að einstaka vörur eða myndir séu bannaðar og komist ekki framhjá róbótinum sem metur það hvort auglýsingar geti sært blygðunarkennd fólks.“ Þetta segir Arna Sigrún Haraldsdóttir í samtali við Vísi. Arna Sigrún á og rekur netverslunina Modibodi.is þar sem hún selur ýmsar vörur til að nota á blæðingum og þar má helst nefna túrnærbuxur. Eftir að Arna setti inn mynd til að auglýsa túrnærbuxur var Facebook síðu búðarinnar lokað skyndilega. Hún telur að síðunni hafi verið lokað vegna þess að mynd sem hún birti hafi ekki staðist síu Facebook og því talist óviðeigandi. „Síðasta myndin sem ég birti á síðunni var af konu í stuttermabol og á nærbuxunum að skera grænmeti og ég get ekki skilið að einhverjum róbóti hafi verið kennt að svona sé dónalegt.“ Þetta er síðasta myndin sem Arna Sigrún birti á Facebook síðu Modibodi og var síðunni lokað í kjölfarið. Modibodi Áður hefur Arna Sigrún lent í því að mynd sem hún reyndi að birta á síðunni var tekin niður og segist hún hafa í kjölfarið sent kvörtun til Facebook. „Það er ein mynd sem mér finnst mjög falleg frá Modibodi sem komst ekki í gegn en myndin er af konu sem snýr baki í myndavélina, krýpur á rúmi og teygir sig upp í loftið. Mér fannst það svo fáránleg ákvörðun að ég sendi ítrekað kvörtun til Facebook og reyndi að birta hana oftar en einu sinni. En þessi tiltekna mynd þykir greinilega mjög dónaleg.“ Þessa tilteknu mynd frá Modibodi hefur Arna reynt að birta nokkrum sinnum á Facebook en hún hefur alltaf verið tekin niður. Modibodi Arna segist velta því fyrir sér hvaða þættir spili inn í þegar gert er upp á milli myndbirtinga á Facebook af konum í nærfötum. Myndirnar sem Modibodi notar eru af konum af öllum stærðum og gerðum og eru þær allar óunnar og því ekki búið að breyta útliti kvennanna í myndvinnsluforritum eins og svo algengt er með auglýsingamyndir. Þessi mynd er einnig auglýsingamynd frá Modibodi og hafði Facebook ekkert út á hana að setja.Modibodi „Módelmyndir af fit konum á nærfötum sleppa frekar í gegn heldur en myndir af konum í yfirþyngd. Mér finnst þetta auðvitað óþolandi“ Arna segir einnig að vörur sem ætlaðar séu konum eins og túrbikarar komist ekki í gegnum síuna á Facebook. „Ég get til dæmis aldrei auglýst Ziggy Cup sem er tíðadiskur svipaður og hefðbundinn túrbikar. Honum fylgja nefnilega leiðbeiningar um að það sé hægt að nota hann í kynlífi.“ Arna segist ekki getað auglýst túrvörur á Facebook því þær eru jafnóðan teknar niður. Intimina „Einhvern tímann ætlaði ég að birta mjög einfalda teikningu af innri kynfærum kvenna þar sem sýnt er hvernig Ziggy Cup er komið fyrir, en það var bannað. Það er náttúrulega fáránlegt að það megi ekki kenna fólki að nota túrvörur á einhverjum stærsta auglýsingamiðli í heimi,“segir Arna að lokum. Hér er leiðbeiningarmynd frá Ziggy Cup sem sýnir hvernig á að nota túrbikarinn á réttan hátt. Þessi mynd er ein af þeim sem komast ekki í gegnum síuna á Facebook.Intimina
Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira