Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 2-3 | Garðbæingar aftur á beinu brautina Árni Jóhannsson skrifar 27. september 2020 22:09 kr - Stjarnan Pepsí max deild ksí íslandsmót karla, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir Leikur HK og Stjörnunnar í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var að mestu bragðdaufur í fyrri hálfleik en lifnaði heldur betur við þegar um fimm mínútur lifðu af honum. Stjörnumenn sem höfðu verið meira með boltann og ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik skoruðu þá tvö mörk með tveggja mínútna millibili og í bæði skiptin var Hilmar Árni Halldórsson lykilmaðurinn í sóknaraðgerðunum. Fyrst sendi hann boltann fyrir á kolinn í Jósef Kristni Jósefssyni sem náði að sneiða boltann í fjærhornið og tveimur mínútum síðar geystist Hilmar upp vinstri kantinn aftur, renndi boltanum út á Guðjón Pétur Lýðsson sem hamraði boltanum viðstöðulaust neðst í nær hornið. Bæði mörkin komu eftir að Stjörnumenn náðu að setja hraða á sóknir sínar en allar aðgerðir höfðu verið í hægari kantinum þangað til. Í seinni hálfleik voru það heimamenn sem réðu lögum og lofum að mestu en þeir uppskáru tvö mörk úr föstum leikatriðum og í bæði skiptin var það Ásgeir Marteinsson sem sendi boltann fyrir úr hornspyrnu til að finna sína menn á teignum. Í fyrra skiptið var það Hörður Árnason sem stangaði boltann í netið og í það seinna var það Guðmundur Þór Júlíusson sem var einn og óvaldaður í teignum til að koma boltanum yfir línuna. En eins og í fyrri hálfleik náu Stjörnumenn að bæta leik sinn í lok hálfleiks. Þeir náðu að setja góðan trukk á eina sókn sína sem endaði með því að Daníel Laxdal var með boltann á vítateitslínunni og náði hann að finna títt nefndann Hilmar Árna sem var ekki lengi að ná skoti sem söng í netinu. Enginn HK-ingur var nálægt og því fór sem fór. Leiknum var síðan siglt heim og Stjörnumenn ánægðir með uppskeruna en HK mjög fúlir með að fá ekkert út úr þessu. Þeir áttu eitt stig allavega skilið. Afhverju vann Stjarnan? Í dag var það færanýtingin sem skar úr um sigurvegara. Þau voru ekki mjög mörg færin sem litu dagsins ljós en að Stjarnan hafi náð að nýta þrjú þeirra gerir það að verkum að stigin þrjú fara í Garðabæ í stað þess að vera eftir í Kópavogi. Það er það eina sem skiptir Stjörnumenn máli þessa dagana. HK mega vera fúlir því þeirra færanýting var ágæt líka en því miður má ekki gefa Hilmari Árna svona mikið pláss 18 metra frá marki. Bestu menn á vellinum? Það er auðvelt að velja mann leiksins en það er Hilmar Árni Halldórsson. Tvær stoðsendingar og eitt mark er mjög góð tölfræði að ná í leik og þegar hann fékk boltann í stöðunum sínum þá gerðust góðir hlutir. Kollegi hans hjá HK var einnig mjög góður en hann skilaði tveimur stoðsendingum einnig en það dugði því miður ekki til í dag. Hvað gekk illa? Eins og ég sagði í upphafi þá var þetta að mestu leyti bragðdauft í dag. Ekki margar sóknir sem litu dagsins ljós og hefði hraðinn mátt vera meiri. HK var ekki með, að sögn þjálfarans, í fyrri hálfleik og Stjarnan ekki með að stórum hluta í þeim seinni og hefði jafntefli ekki verið ósanngjarnt. Það er hinsvegar ekki spurt að því og Garðbæingar ánægðustu mennirnir í Kórnum í kvöld. Hvað næst? Stjörnumenn eiga tvo leiki inni á einhver af liðunum í kringum sig og því geta þeir enn vel blandað sér í Evrópusætisbaráttu. Næsti liður í þeirri baráttu er að taka á móti grönnum sínum í FH á fimmtudaginn næsta í hörku grannaslag. Þar er hægt að vinna á en FH er með 32 stig en Stjörnumenn 27. HK fær hinsvegar KR í heimsókn í Kórinn og ef þeir ætla sér að velgja topp sex undir uggum þá er það leikur sem þarf að vinna. Rúnar Páll: Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“. Brynjar Björn: Það var fyrri hálfleikurinn sem var að kosta okkur Það var þyngra yfir þjálfara HK en kollega hans úr Garðabænum eftir að hafa tapað leiknum á seinustu mínútunum á móti Stjörnunni en var það einbeitingaleysi sem kostaði hans menn í dag? „Nei það held ég nú ekki. Það var fyrri hálfleikurinn sem var að kosta okkur, við mættum ekki til leiks þar og þurftum að fara vandlega yfir það í hálfleik og gerðum það. Þannig að það var meira að hafa smá skap og mæta til leiks í seinni hálfleik og það var bara eitt lið á vellinum megnið af seinni hálfleik. Við skorum góð mörk og jöfnum en það verður kannski til þess að við föllum aðeins til baka og hleypum þeim upp á völlinn. Hilmar Árni svo í þessari stöðu fyrir utan teig er stórhættulegur og það er svona munurinn á liðunum“. „Við getum lært helling af þessu í dag. Hvað á að gera, hvað á ekki að gera og hvað við þurfum að gera líka. Eins og ég segi þá var bara himinn og haf á milli hálfleikja og allt of stórt skarð þar á milli og við þurfum að mæta grimmari til leiks frá fyrstu mínútu. Þó við höfum gert vel og ég er stoltur af því að menn lögðu sig fram og kreistu fram tvö mörk og jöfnuðu leikinn að þá fer hrikalega mikil orka í að koma svona til baka og er óþarfi“. Brynjar var þá spurður hvort þetta væri orðið erfiðara fyrir leikmenn þar sem stutt er á milli leikja sem fara fram við allskonar aðstæður? „Nei alls ekki. Við erum í toppformi, ég væri alveg til í að spila út nóvember og desember líka“, sagði Brynjar og hló við og hélt áfram: „Það er víst ekki þannig. Þetta er sérstakt, tilfinningin er að menn eru oftast að klára mótið á þessum tíma en það er mánuður eftir og helling af leikjum eftir og fullt af stigum að spila fyrir þannig að það er ekkert hægt að slaka á. Bara halda sér á tánum“. Að lokum var Brynjar spurður hvort hans menn væru ekki að horfa frekar upp heldur en aftur. HK siglir pínu lygnan sjó en það er stutt í efri pakkann og einhverjar skemmtilega baráttu. „Já við erum með markmið en erum ekki þar ennþá og þess vegna þurfum við að spila vel það sem eftir er. Það er nokkuð ljóst. Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan
Leikur HK og Stjörnunnar í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta var að mestu bragðdaufur í fyrri hálfleik en lifnaði heldur betur við þegar um fimm mínútur lifðu af honum. Stjörnumenn sem höfðu verið meira með boltann og ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik skoruðu þá tvö mörk með tveggja mínútna millibili og í bæði skiptin var Hilmar Árni Halldórsson lykilmaðurinn í sóknaraðgerðunum. Fyrst sendi hann boltann fyrir á kolinn í Jósef Kristni Jósefssyni sem náði að sneiða boltann í fjærhornið og tveimur mínútum síðar geystist Hilmar upp vinstri kantinn aftur, renndi boltanum út á Guðjón Pétur Lýðsson sem hamraði boltanum viðstöðulaust neðst í nær hornið. Bæði mörkin komu eftir að Stjörnumenn náðu að setja hraða á sóknir sínar en allar aðgerðir höfðu verið í hægari kantinum þangað til. Í seinni hálfleik voru það heimamenn sem réðu lögum og lofum að mestu en þeir uppskáru tvö mörk úr föstum leikatriðum og í bæði skiptin var það Ásgeir Marteinsson sem sendi boltann fyrir úr hornspyrnu til að finna sína menn á teignum. Í fyrra skiptið var það Hörður Árnason sem stangaði boltann í netið og í það seinna var það Guðmundur Þór Júlíusson sem var einn og óvaldaður í teignum til að koma boltanum yfir línuna. En eins og í fyrri hálfleik náu Stjörnumenn að bæta leik sinn í lok hálfleiks. Þeir náðu að setja góðan trukk á eina sókn sína sem endaði með því að Daníel Laxdal var með boltann á vítateitslínunni og náði hann að finna títt nefndann Hilmar Árna sem var ekki lengi að ná skoti sem söng í netinu. Enginn HK-ingur var nálægt og því fór sem fór. Leiknum var síðan siglt heim og Stjörnumenn ánægðir með uppskeruna en HK mjög fúlir með að fá ekkert út úr þessu. Þeir áttu eitt stig allavega skilið. Afhverju vann Stjarnan? Í dag var það færanýtingin sem skar úr um sigurvegara. Þau voru ekki mjög mörg færin sem litu dagsins ljós en að Stjarnan hafi náð að nýta þrjú þeirra gerir það að verkum að stigin þrjú fara í Garðabæ í stað þess að vera eftir í Kópavogi. Það er það eina sem skiptir Stjörnumenn máli þessa dagana. HK mega vera fúlir því þeirra færanýting var ágæt líka en því miður má ekki gefa Hilmari Árna svona mikið pláss 18 metra frá marki. Bestu menn á vellinum? Það er auðvelt að velja mann leiksins en það er Hilmar Árni Halldórsson. Tvær stoðsendingar og eitt mark er mjög góð tölfræði að ná í leik og þegar hann fékk boltann í stöðunum sínum þá gerðust góðir hlutir. Kollegi hans hjá HK var einnig mjög góður en hann skilaði tveimur stoðsendingum einnig en það dugði því miður ekki til í dag. Hvað gekk illa? Eins og ég sagði í upphafi þá var þetta að mestu leyti bragðdauft í dag. Ekki margar sóknir sem litu dagsins ljós og hefði hraðinn mátt vera meiri. HK var ekki með, að sögn þjálfarans, í fyrri hálfleik og Stjarnan ekki með að stórum hluta í þeim seinni og hefði jafntefli ekki verið ósanngjarnt. Það er hinsvegar ekki spurt að því og Garðbæingar ánægðustu mennirnir í Kórnum í kvöld. Hvað næst? Stjörnumenn eiga tvo leiki inni á einhver af liðunum í kringum sig og því geta þeir enn vel blandað sér í Evrópusætisbaráttu. Næsti liður í þeirri baráttu er að taka á móti grönnum sínum í FH á fimmtudaginn næsta í hörku grannaslag. Þar er hægt að vinna á en FH er með 32 stig en Stjörnumenn 27. HK fær hinsvegar KR í heimsókn í Kórinn og ef þeir ætla sér að velgja topp sex undir uggum þá er það leikur sem þarf að vinna. Rúnar Páll: Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“. Brynjar Björn: Það var fyrri hálfleikurinn sem var að kosta okkur Það var þyngra yfir þjálfara HK en kollega hans úr Garðabænum eftir að hafa tapað leiknum á seinustu mínútunum á móti Stjörnunni en var það einbeitingaleysi sem kostaði hans menn í dag? „Nei það held ég nú ekki. Það var fyrri hálfleikurinn sem var að kosta okkur, við mættum ekki til leiks þar og þurftum að fara vandlega yfir það í hálfleik og gerðum það. Þannig að það var meira að hafa smá skap og mæta til leiks í seinni hálfleik og það var bara eitt lið á vellinum megnið af seinni hálfleik. Við skorum góð mörk og jöfnum en það verður kannski til þess að við föllum aðeins til baka og hleypum þeim upp á völlinn. Hilmar Árni svo í þessari stöðu fyrir utan teig er stórhættulegur og það er svona munurinn á liðunum“. „Við getum lært helling af þessu í dag. Hvað á að gera, hvað á ekki að gera og hvað við þurfum að gera líka. Eins og ég segi þá var bara himinn og haf á milli hálfleikja og allt of stórt skarð þar á milli og við þurfum að mæta grimmari til leiks frá fyrstu mínútu. Þó við höfum gert vel og ég er stoltur af því að menn lögðu sig fram og kreistu fram tvö mörk og jöfnuðu leikinn að þá fer hrikalega mikil orka í að koma svona til baka og er óþarfi“. Brynjar var þá spurður hvort þetta væri orðið erfiðara fyrir leikmenn þar sem stutt er á milli leikja sem fara fram við allskonar aðstæður? „Nei alls ekki. Við erum í toppformi, ég væri alveg til í að spila út nóvember og desember líka“, sagði Brynjar og hló við og hélt áfram: „Það er víst ekki þannig. Þetta er sérstakt, tilfinningin er að menn eru oftast að klára mótið á þessum tíma en það er mánuður eftir og helling af leikjum eftir og fullt af stigum að spila fyrir þannig að það er ekkert hægt að slaka á. Bara halda sér á tánum“. Að lokum var Brynjar spurður hvort hans menn væru ekki að horfa frekar upp heldur en aftur. HK siglir pínu lygnan sjó en það er stutt í efri pakkann og einhverjar skemmtilega baráttu. „Já við erum með markmið en erum ekki þar ennþá og þess vegna þurfum við að spila vel það sem eftir er. Það er nokkuð ljóst.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti