Danny Ings sá um Burnley 26. september 2020 21:10 Burnley v Southampton - Premier League BURNLEY, ENGLAND - SEPTEMBER 26: Danny Ings (L) of Southampton celebrates with Ché Adams after opening the scoring during the Premier League match between Burnley and Southampton at Turf Moor on September 26, 2020 in Burnley, United Kingdom. Sporting stadiums around the UK remain under strict restrictions due to the Coronavirus Pandemic as Government social distancing laws prohibit fans inside venues resulting in games being played behind closed doors. (Photo by Matt Watson/Southampton FC via Getty Images) vísir/Getty Burnley fékk Southampton í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið voru án stiga þegar kom að leiknum í kvöld. Aðalmarkaskorari Southampton í dag er Danny Ings en hann sló fyrst í gegn með Burnley. Hann reyndist munurinn á liðunum í dag því hann gerði það sem reyndist eina mark leiksins strax á 5.mínútu. Athygli vakti að Sean Dyche gerði enga skiptingu hjá Burnley þótt liðið væri ekki að ógna Southampton að neinu viti. Ekki mikil breidd hjá Burnley en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Enski boltinn
Burnley fékk Southampton í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið voru án stiga þegar kom að leiknum í kvöld. Aðalmarkaskorari Southampton í dag er Danny Ings en hann sló fyrst í gegn með Burnley. Hann reyndist munurinn á liðunum í dag því hann gerði það sem reyndist eina mark leiksins strax á 5.mínútu. Athygli vakti að Sean Dyche gerði enga skiptingu hjá Burnley þótt liðið væri ekki að ógna Southampton að neinu viti. Ekki mikil breidd hjá Burnley en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.