Enski boltinn

City til­­búið að opna veskið fyrir portúgalskan varnar­mann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola hefur áhuga á að styrkja varnarleikinn.
Pep Guardiola hefur áhuga á að styrkja varnarleikinn. VÍSIR/GETTY

Manchester City er talið vera í viðræðum við Benfica um varnarmanninn Ruben Dias en enskir miðlar greina frá.

Jules Kounde, varnarmaður Sevilla, var efstur á óskalista City en eftir japp, jaml og fuður í kringum Kounde gáfust þeir ensku upp og leituðu annað.

Dias hefur lengi vel verið á óskalista City en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 87 milljónir punda.

City hefur þó verðmiðann 50 milljónir punda í huga en Benfica er talið vera reiðubúið að hlusta á þá summu enda vantar félaginu peninga í kassann eftir kórónuveirufaraldurinn.

Pep Guardiola og lærisveinar hafa einnig hugsað sér að setja Nicolas Otamendi í skiptum í stað Dias en portúgalska liðið vill frekar fá bara peninga heldur en leikmann plús peninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×