Falsaði sögu sína með Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 21:48 Vígamenn Íslamska ríkisins frömdu og fremja enn ýmis ódæði í Írak, Sýrlandi og víðar. Lögreglan í Kanada hefur handtekið umdeildan mann sem sagðist hafa verið böðull fyrir Íslamska ríkið. Maðurinn heitir Shehroze Chaudhry og er 25 ára gamall. Hann hefur einnig gengið undir nafninu Abu Huzayfah, og er sakaður um að hafa falsað sögu sína. Meðal annars sagði hann þessa sögu sína í hlaðvarpsþætti New York Times sem hlaut ýmiss verðlaun. Hann sagðist hafa tekið minnst tvo menn af lífi og lýsti þeim aftökum með mikilli nákvæmni. Chaudhry fór hann til Pakistan eftir skóla og þá til frekara náms. Hann hefur þó sagt það yfirskin og í rauninni hafi hann farið til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS. Hann sneri aftur til Kanada árið 2016. Meðal annars sagðist hann hafa myrt fíkniefnasala með því að stinga hann ítrekað og krossfesta hann svo. Sögur hans hafa þó einkennst af miklu ósamræmi. Til dæmis um það hve lengi hann var í Sýrlandi á tímum kalífadæmis ISIS árið 2014. Hann hefur sömuleiðis sagt öðrum fjölmiðlum að hann hefði engan drepið í Sýrlandi. Chaudhry hafði ekki verið handtekinn áður en stór hluti umrædds hlaðvarps fjallaði þó um það hve erfiðlega hefði gengið að sannreyna sögur hans en það er vandi sem stendur frammi fyrir mörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Fjöldi manna frá þessu heimsálfum gengu á sínum tíma til liðs við ISIS og margir þeirra eru nú í haldi sýrlenskra Kúrda. Það þykir hættulegt að taka við þessum mönnum í heimalöndum þeirra vegna þess hve erfitt er að sanna fyrir dómi að mennirnir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin og framið glæpi og önnur ódæmi. Engin skjöl, myndir eða annað sé til. Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Börn þessara manna og kvenna eru sömuleiðis mörg hver í fangabúðum í Sýrlandi. Eftir að saga Chaudhry birtist í fjölmiðlum urðu miklar deilur á þingi Kanada, samkvæmt frétt Global News. Íhaldssamir kanadískir þingmenn kölluðu eftir upplýsingum um af hverju hann hefði ekki verið handtekinn og af hverju frjálslynd ríkisstjórn landsins leyfði þessu „fyrirlitlega dýri að ganga um landið“. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eftir langa rannsókn hafi Chaudhry verið ákærður fyrir gabb varðandi hryðjuverkastarfsemi. Ákæran byggi á mörgum viðtölum við fjölmiða og að þau viðtöl hafi valdið ótta í Kanada. Hámarksrefsing fyrir slík brot er fimm ára fangelsisvist. Kanada Sýrland Tengdar fréttir Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. 20. ágúst 2020 12:32 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Börnin sem enginn vill fá heim Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim. 31. maí 2020 12:54 Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. 21. janúar 2020 06:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Lögreglan í Kanada hefur handtekið umdeildan mann sem sagðist hafa verið böðull fyrir Íslamska ríkið. Maðurinn heitir Shehroze Chaudhry og er 25 ára gamall. Hann hefur einnig gengið undir nafninu Abu Huzayfah, og er sakaður um að hafa falsað sögu sína. Meðal annars sagði hann þessa sögu sína í hlaðvarpsþætti New York Times sem hlaut ýmiss verðlaun. Hann sagðist hafa tekið minnst tvo menn af lífi og lýsti þeim aftökum með mikilli nákvæmni. Chaudhry fór hann til Pakistan eftir skóla og þá til frekara náms. Hann hefur þó sagt það yfirskin og í rauninni hafi hann farið til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS. Hann sneri aftur til Kanada árið 2016. Meðal annars sagðist hann hafa myrt fíkniefnasala með því að stinga hann ítrekað og krossfesta hann svo. Sögur hans hafa þó einkennst af miklu ósamræmi. Til dæmis um það hve lengi hann var í Sýrlandi á tímum kalífadæmis ISIS árið 2014. Hann hefur sömuleiðis sagt öðrum fjölmiðlum að hann hefði engan drepið í Sýrlandi. Chaudhry hafði ekki verið handtekinn áður en stór hluti umrædds hlaðvarps fjallaði þó um það hve erfiðlega hefði gengið að sannreyna sögur hans en það er vandi sem stendur frammi fyrir mörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Fjöldi manna frá þessu heimsálfum gengu á sínum tíma til liðs við ISIS og margir þeirra eru nú í haldi sýrlenskra Kúrda. Það þykir hættulegt að taka við þessum mönnum í heimalöndum þeirra vegna þess hve erfitt er að sanna fyrir dómi að mennirnir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin og framið glæpi og önnur ódæmi. Engin skjöl, myndir eða annað sé til. Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Börn þessara manna og kvenna eru sömuleiðis mörg hver í fangabúðum í Sýrlandi. Eftir að saga Chaudhry birtist í fjölmiðlum urðu miklar deilur á þingi Kanada, samkvæmt frétt Global News. Íhaldssamir kanadískir þingmenn kölluðu eftir upplýsingum um af hverju hann hefði ekki verið handtekinn og af hverju frjálslynd ríkisstjórn landsins leyfði þessu „fyrirlitlega dýri að ganga um landið“. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eftir langa rannsókn hafi Chaudhry verið ákærður fyrir gabb varðandi hryðjuverkastarfsemi. Ákæran byggi á mörgum viðtölum við fjölmiða og að þau viðtöl hafi valdið ótta í Kanada. Hámarksrefsing fyrir slík brot er fimm ára fangelsisvist.
Kanada Sýrland Tengdar fréttir Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. 20. ágúst 2020 12:32 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Börnin sem enginn vill fá heim Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim. 31. maí 2020 12:54 Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. 21. janúar 2020 06:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. 20. ágúst 2020 12:32
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56
Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02
Börnin sem enginn vill fá heim Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim. 31. maí 2020 12:54
Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. 21. janúar 2020 06:43