„Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 12:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Sóttvarnayfirvöld hafi verið með væntingar um að smitum yrði nú tekið að fækka eftir að þeim tók að fjölga nokkuð hratt síðustu daga. „Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu. Við vorum með ákveðnar væntingar um það að þessar tölu færu að lækka, þannig að við höfum áhyggjur af stöðunni eins og hún er. Eins og ég segi höfðum vonast til að þær aðgerðir sem almenningur greip til, að okkar hvatningu, með aukinni fjarvinnu og minni samkomum myndum við sjá tölurnar lækka,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Væntingarnar hafi hins vegar ekki gengið eftir og því sé óvissa í kortunum. Á morgun, sunnudag, verði staðan metin og næstu skref skoðuð. „Við ætlum meta stöðuna á morgun og sjá hvernig tölur morgundagsins verða. Þá ætlum við að hittast og fara yfir þetta.“ Landshlutadreifingin annað áhyggjuefni Eins segir Víðir það vera áhyggjuefni að smit séu nú tekin að greinast víða um land, þó langflest hafi tilfellin verið á höfuðborgarsvæðinu. Í gær hafi til að mynda greinst smit á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Í dag greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 20 í sóttkví. Alls hafa 379 manns greinst með veiruna síðustu 10 sólarhringa, en heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með veiruna innanlands er 2.601. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin. Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, sem snýr að faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Sóttvarnayfirvöld hafi verið með væntingar um að smitum yrði nú tekið að fækka eftir að þeim tók að fjölga nokkuð hratt síðustu daga. „Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu. Við vorum með ákveðnar væntingar um það að þessar tölu færu að lækka, þannig að við höfum áhyggjur af stöðunni eins og hún er. Eins og ég segi höfðum vonast til að þær aðgerðir sem almenningur greip til, að okkar hvatningu, með aukinni fjarvinnu og minni samkomum myndum við sjá tölurnar lækka,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Væntingarnar hafi hins vegar ekki gengið eftir og því sé óvissa í kortunum. Á morgun, sunnudag, verði staðan metin og næstu skref skoðuð. „Við ætlum meta stöðuna á morgun og sjá hvernig tölur morgundagsins verða. Þá ætlum við að hittast og fara yfir þetta.“ Landshlutadreifingin annað áhyggjuefni Eins segir Víðir það vera áhyggjuefni að smit séu nú tekin að greinast víða um land, þó langflest hafi tilfellin verið á höfuðborgarsvæðinu. Í gær hafi til að mynda greinst smit á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Í dag greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 20 í sóttkví. Alls hafa 379 manns greinst með veiruna síðustu 10 sólarhringa, en heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með veiruna innanlands er 2.601. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin. Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, sem snýr að faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira