Óttast að landbúnaðurinn muni fjara út í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 13:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun fara yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á flokksráðsþingi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt. Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Viðbrögð við ástandinu sem nú ríkir í heimsfaraldri og mál sem stjórnvöld virðast hafa gleymt verður meginstefið á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir stefnuleysi í landbúnaðarmálum og segir hættu á að atvinnugreinin fjari út ef ekkert verði að gert. „Við munum samþykkja ályktun um stöðuna í stjórnmálum og eflaust snýr hún annars vegar að stöðunni sem er uppi núna en það má heldur ekki gleyma öllum þeim atriðum sem voru brýn áður en þessi faraldur hófst,“ segir Sigmundur Davíð, en flokksráðsfundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom og er opinn öllum. Hann segir að tímabundið ástand megi ekki verða til þess að mikilvæg mál séu sett í biðstöðu. „Til dæmis staða minni og meðalstórra fyrirtækja í landinu sem var þegar orðin mjög þröng áður en þetta ástand hófst og jafnvel heilu atvinnugreinarnar eru í verulegum vandræðum,“ segir hann og nefnir landbúnaðinn sérstaklega. „Það þekkja allir áhrif Covid á ferðaþjónustuna en landbúnaður á Íslandi, þessi undirstöðu atvinnugrein, er bara í nauðvörn og nauðsynlegt að bregðast við. Faraldurinn má ekki verða til þess að við gleymum þeirri atvinnugrein og hún bara fjari út á meðan þetta tímabundna ástand varir.“ Á fundinum verður einnig lagt til að haldið verði auka landsþing. „Það er afleiðing af þessu öllu. Við hefðum viljað vera búin að halda landsþing og hittast öll í stórum sal en við sjáum ekki fram á að geta það á næstunni, en viljum heldur ekki láta landsþing bíða ef lengi. Þannig að þess vegna viljum við taka eitt landsþing í gegnum fjarfundabúnað og fylgja því svo eftir þegar tækifæri gefst til með hefðbundnu landsþingi,“ segir Sigmundur Davíð. Horfa má á fundinn í þessari frétt.
Miðflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira