Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 19:30 Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Þar var lögð fram ályktun undir yfirskriftinni "Neyðaraðgerðir strax". Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“ Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira