Enski boltinn

Hetja Man Utd: Snýst um að setja boltann í markið, ekki stangirnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brighton & Hove Albion v Manchester United - Premier League BRIGHTON, ENGLAND - SEPTEMBER 26: Manchester United's Bruno Fernandes (right) takes a penalty to scores his side's third goal during the Premier League match between Brighton & Hove Albion and Manchester United at American Express Community Stadium on September 26, 2020 in Brighton, United Kingdom. (Photo by David Horton - CameraSport via Getty Images)
Brighton & Hove Albion v Manchester United - Premier League BRIGHTON, ENGLAND - SEPTEMBER 26: Manchester United's Bruno Fernandes (right) takes a penalty to scores his side's third goal during the Premier League match between Brighton & Hove Albion and Manchester United at American Express Community Stadium on September 26, 2020 in Brighton, United Kingdom. (Photo by David Horton - CameraSport via Getty Images) vísir/Getty

Portúgalinn Bruno Fernandes reyndist hetja Manchester United í dag þegar hann skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins í 2-3 sigri gegn Brighton.

„Við gáfum þeim alltof mikið pláss til að spila. Við vorum ekki nógu ákveðnir. Við gefum þeim tvö mörk og við verðum að gera miklu betur,“ sagði Bruno Fernandes í leikslok.

Brighton var sterkari aðilinn í leiknum og átti meðal annars þrjú skot í tréverkið.

„Brighton gerði mjög vel en kannski af því að við vorum ekki jafn aggressívir og við eigum að vera. Við verðum að vinna fleiri bolta, pressa betur og tapa boltanum sjaldnar,“

„Kannski áttu þeir meira skilið en leikurinn gengur út á að skjóta í markið, ekki í stangirnar. Stundum verður maður að hafa heppnina með sér í liði,“ sagði Bruno.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×