Enski boltinn

Lampard: Ekkert rangt við taktíkina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
West Bromwich Albion v Chelsea - Premier League WEST BROMWICH, ENGLAND - SEPTEMBER 26: Frank Lampard, Manager of Chelsea reacts during the Premier League match between West Bromwich Albion and Chelsea at The Hawthorns on September 26, 2020 in West Bromwich, England. Sporting stadiums around the UK remain under strict restrictions due to the Coronavirus Pandemic as Government social distancing laws prohibit fans inside venues resulting in games being played behind closed doors. (Photo by Nick Potts - Pool/Getty Images)
West Bromwich Albion v Chelsea - Premier League WEST BROMWICH, ENGLAND - SEPTEMBER 26: Frank Lampard, Manager of Chelsea reacts during the Premier League match between West Bromwich Albion and Chelsea at The Hawthorns on September 26, 2020 in West Bromwich, England. Sporting stadiums around the UK remain under strict restrictions due to the Coronavirus Pandemic as Government social distancing laws prohibit fans inside venues resulting in games being played behind closed doors. (Photo by Nick Potts - Pool/Getty Images) vísir/Getty

Frank Lampard, stjóri Chelsea, var vonsvikinn eftir leik liðsins gegn nýliðum West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Í enda dags eru þetta tvö töpuð stig og það segi ég af fullri virðingu við West Brom. Við vissum þegar við komum hingað hvað við þurftum að gera og vissum að þeir myndu reyna að stóla á okkar mistök.“

„Þetta voru hrein og klár mistök sem kosta okkur leikinn. Þú getur undirbúið allt og fundað eins oft og mögulegt er en þegar við gerum svona mistök erum við að búa til fjall að klífa,“ sagði Lampard eftir 3-3 jafntefli.

„Við eigum eftir að verða miklu betri. Við erum enn að finna okkar leiðir með nýjum leikmönnum eftir ekkert undirbúningstímabil. Þessi leikur er hluti af þeirri vegferð.“

„Þeir áttu þrjú skot á markið og skoruðu þrjú mörk. Algjörlega okkar mistök. Það var ekkert rangt hjá okkur taktískt séð og það er sama hvað við greinum þennan leik mikið, þetta voru bara mistök,“ sagði Lampard.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×