Enski boltinn

Moyes í einangrun þegar West Ham vann sinn fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fjórða markinu fagnað.
Fjórða markinu fagnað. vísir/Getty

West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hafa fengið Wolverhampton Wanderers í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum í síðasta leik dagsins í enska boltanum.

David Moyes, stjóri West Ham, er með kórónuveiruna og var því heima í kvöld en nýtti sér fjarfundarbúnað til að fara meðal annars með liðsræðuna fyrir liðið áður en leikurinn hófst.

Jarrod Bowen kom West Ham yfir á 17.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik tvöfaldaði Bowen forystuna áður en Raul Jimenez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Varamaðurinn Sebastian Haller rak svo síðasta naglann í kistu Úlfanna með skallamarki á 90.mínútu.

4-0 lokatölur og var þetta fyrsti sigur West Ham á tímabilinu en annað tap Úlfanna í röð og hafa bæði lið því þrjú stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×