Fresta atkvæðagreiðslu um lífskjarasamninginn til morguns Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 10:28 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43