Hvenær ársins er best að fella aspir? Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 07:01 Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu þá nýlaufguð. Getty Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“ Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“
Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira