Innlent

Breska ríkisútvarpið fjallar um mjaldrasysturnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Litla Grá og Litla Hvít.
Litla Grá og Litla Hvít. Mynd/Sealife Trust

Breska ríkisútvarpið birti í dag stutta umfjöllun um mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít sem í síðasta mánuði var komið fyrir í varanlegum heimkynnum sínum í Klettsvík við Vestmannaeyjar. Þær voru fyrst um sinn í aðlögunarkví í víkinni en leika nú lausum hala í nýjum heimkynnum sínum.

BBC fjallar í innslagi sínu um að systurnar hafi áður verið í dýragarði í Kína. Þær synda nú í fyrsta sinn í náttúrulegu umhverfi í hafinu síðan þær voru fluttar frá rússneskri hvalrannsóknarstöð árið 2011.

Í umfjöllun sinni heldur BBC því þá fram að talið sé að systurnar séu fyrstu mjaldrarnir sem hafa verið færðir aftur í opið hafsvæði eftir að hafa verið í haldi manna. Þó sé ólíklegt að þær systur muni geta lifað af algerlega óstuddar í opnu hafinu.

Klettsvík er staðsett við mynni Vestmannaeyjahafnar en hópur sérfræðinga og dýralækna fylgdu Litlu Grá og Litlu Hvít í flutningunum þann 10. ágúst síðastliðinn. Fyrir flutningana í víkina höfðu þær dvalist í aðlögunarlaug í Vestmannaeyjum.

Hér að neðan má sjá innslag BBC um þær systur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×