Erlent

Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í dag er staðan vegna faraldursins einna verst á Indlandi þar sem þessi mynd er tekin.
Í dag er staðan vegna faraldursins einna verst á Indlandi þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mayank Makhija

Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón.

Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskólanum í Bandaríkjunum sem byggja á opinberum gögnum frá ríkjum heimsins. Því er óttast að tala látinna kunni að vera mun hærri í raun og veru.

Engin merki eru um að það sé að hægja á útbreiðslunni og raunar er veiran í uppgangi í mörgum löndum Evrópu, svo dæmi sé tekið.

Nú eru níu mánuðir liðnir síðan kínversk stjórnvöld greindu fyrst frá því að fólk væri að smitast af óþekktum sjúkdómi í kínversku borginni Wuhan. Fyrsta dauðsfallið svo vitað sé varð síðan tólf dögum síðar í sömu borg.

Rúmur fimmtungur dauðsfallanna hefur verið í Bandaríkjunum en þar á eftir koma Brasilía og Indland.

Á Indlandi virðist ásandið einna verst í dag, en þar deyja nú fleiri á degi hverjum en í nokkru öðru landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×