Tíu nemendur á elstu deild leikskólans Krakkaborgar í Flóahreppi eru nú í sóttkví vegna samskipta við smitaðan einstakling síðastliðinn fimmtudag.
Frá þessu segir á vef Flóahrepps. Þar segir að brugðist hafi verið við aðstæðum eins og fyrirmæli sóttvarnarlæknis segi fyrir um.
„Sýnataka er áætluð á fimmtudag. Niðurstaða sýnatöku mun liggja fyrir í lok vikunnar.
Ástæða er til að fara varlega og halda uppi mjög öflugum sóttvörnum, passa upp á fjarlægðarmörk, nota grímu sé þess þörf, huga að handþvotti og spritta snertifleti,“ segir í tilkynningunni.