Blikar kæra ákvörðun KKÍ: „Trúi ekki öðru en að við vinnum það mál“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 16:00 Fanney Lind Thomas er hér til varnar í leik með Blikum á síðustu leiktíð. VÍSIR/DANÍEL „Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“ Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar ætla að kæra til aga- og úrskurðanefndar þá niðurstöðu KKÍ að leikur liðsins við Val í Dominos-deild kvenna teljist tapaður, 20-0, þar sem Breiðablik hafi notað ólöglegan leikmann. Breiðablik hafði betur inni á vellinum, 71-67, gegn Val sem spáð er sigri í deildinni. Forsaga málsins er sú að Fanney Lind Thomas var 11. mars úrskurðuð í eins leiks bann, sem tók gildi í hádeginu daginn eftir. Keppnistímabilinu í íslenskum körfubolta var frestað tveimur dögum síðar, og því svo aflýst af KKÍ, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti leikur Fanneyjar í Dominos-deildinni eftir að hún var úrskurðuð í bann var því leikurinn við Val í síðustu viku, á nýrri leiktíð, þar sem hún stóð sig vel í óvæntum sigri. KKÍ tilkynnti í dag að því yrði leikurinn skráður sem 20-0 sigur Vals og að körfuknattleiksdeild Breiðabliks hlyti 250 þúsund króna sekt. Lögfræðingar Blika segja þetta ekki standast „Við ætlum að kæra og ég trúi ekki öðru en að við vinnum það mál. Við erum með nokkur rök fyrir því að þetta sé ekki rétt aðferð og þau eiga öll að telja,“ segir Ívar sem vildi þó ekki fara ítarlega yfir þau rök að sinni. „Við látum dómstólinn um þetta og þá lögfræðinga sem eru að vinna þetta fyrir okkur. Þeir segja að þetta standist ekki. Tímabilinu var „cancelað“ og að okkar mati hefði þá um leið átt að fella niður þetta bann. En þó svo að það verði ekki samþykkt þá eru fleiri rök fyrir því að hún [Fanney] hefði ekki átt að taka út bannið núna heldur í öðrum leik,“ segir Ívar. Frestist leikur skal afplánun frestast Í reglum KKÍ segir: „Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.“ Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki til frækins sigurs gegn Val en eins og staðan er núna fær Valur 20-0 sigur.VÍSIR/DANÍEL Þar segir þó einnig: „Frestist leikur, sem aflána skal refsingu í, skal afplánun frestast uns leikurinn fer fram,“ sem þýðir til dæmis að ef að veður hamlar því að leikur fari fram má leikmaður spila þar til að því kemur að umræddur leikur fer fram. „Það voru allir búnir að gleyma þessu“ „Þetta er prófraun á reglurnar því þetta hefur aldrei gerst áður, að tímabilinu sé bara slitið og leikmaður geti því ekki tekið út bannið gegn því liði sem til stóð,“ segir Ívar. Hann furðar sig einnig á því að KKÍ hafi ekki upplýst Breiðablik um að bannið gilti enn, eftir þá fordæmalausu ákvörðun að slíta síðasta tímabili vegna farsóttar: „Við höfðum ekki hugmynd um þetta. Það voru allir búnir að gleyma þessu. Þetta var ekki viljandi gert, og við töldum náttúrulega bara að þetta væri fyrnt. Við fengum enga tilkynningu frá KKÍ um að hún ætti að vera í banni og teljum það mjög furðulegt. Það var KKÍ sem sleit síðasta tímabili og því hefðum við talið KKÍ hafa ákveðna tilkynningaskyldu í þessu máli, en það kom ekki stakt orð þaðan. Ég held að þeir hjá KKÍ hafi ekki vitað þetta sjálfir.“
Dominos-deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik