Hlaupa til styrktar vini sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 22:18 Mynd frá einu af hlópi hópsins. Mynd/Aðsend Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621 Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621
Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira