Fljúgandi hálka á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 06:45 Ökumenn ættu að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn og gefa sér tíma til þess að skafa af bílnum. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig. Veður Umferð Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Umferð Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira