Ekki valdir eftir brot sitt á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 07:31 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli þegar England vann Ísland 1-0. Vísir/Getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. Þetta er fullyrt á vef Sky Sports þar sem segir að knattspyrnumennirnir ungu verði að öllum líkindum ekki í hópnum sem Southgate tilkynnir á morgun. England mætir Belgíu og Danmörku í Þjóðadeildinni í október, rétt eins og Ísland mun gera, auk þess að spila vináttulandsleik við Wales. Greenwood og Foden voru sendir beint heim frá Íslandi og fóru ekki með í leikinn við Danmörku, eftir að þeir urðu uppvísir að því að hafa boðið tveimur íslenskum konum á hótel enska landsliðsins í Reykjavík. Það gerðu þeir þvert á þær sóttvarnareglur sem gilda á Íslandi og fengu sekt fyrir. Southgate virðist ekki telja líðandi að þeir komi strax aftur í landsliðshópinn líkt og ekkert hafi í skorist. Sky Sports telur líklegt að Southgate velji 27 leikmenn þó að hann megi aðeins nota 23 leikmenn í hverjum leik. Það sé vegna mikils leikjaálags auk óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn skapi. Harry Maguire verður samkvæmt Sky boðinn velkominn aftur í enska landsliðshópinn en hann fór ekki með til Íslands og Danmerkur í byrjun þessa mánaðar. Maguire hafði þá verið dæmdur í 21. mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Grikklandi, fyrir líkamsárás og mútutilraunir. Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. 18. september 2020 10:00 Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, telur að það myndi senda út röng skilaboð að velja Mason Greenwood og Phil Foden í næsta landsliðshóp sinn eftir að þeir brutu reglur um sóttkví á Íslandi. Þetta er fullyrt á vef Sky Sports þar sem segir að knattspyrnumennirnir ungu verði að öllum líkindum ekki í hópnum sem Southgate tilkynnir á morgun. England mætir Belgíu og Danmörku í Þjóðadeildinni í október, rétt eins og Ísland mun gera, auk þess að spila vináttulandsleik við Wales. Greenwood og Foden voru sendir beint heim frá Íslandi og fóru ekki með í leikinn við Danmörku, eftir að þeir urðu uppvísir að því að hafa boðið tveimur íslenskum konum á hótel enska landsliðsins í Reykjavík. Það gerðu þeir þvert á þær sóttvarnareglur sem gilda á Íslandi og fengu sekt fyrir. Southgate virðist ekki telja líðandi að þeir komi strax aftur í landsliðshópinn líkt og ekkert hafi í skorist. Sky Sports telur líklegt að Southgate velji 27 leikmenn þó að hann megi aðeins nota 23 leikmenn í hverjum leik. Það sé vegna mikils leikjaálags auk óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn skapi. Harry Maguire verður samkvæmt Sky boðinn velkominn aftur í enska landsliðshópinn en hann fór ekki með til Íslands og Danmerkur í byrjun þessa mánaðar. Maguire hafði þá verið dæmdur í 21. mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Grikklandi, fyrir líkamsárás og mútutilraunir.
Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. 18. september 2020 10:00 Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. 18. september 2020 10:00
Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59