Bransadagar á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 16:35 Frá RIFF spjalli á dögunum. Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný, íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs. Framsögumenn eru m.a. Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios og Anna Vigdís Gísladóttir, framleiðandi hjá Sagafilm. Á fimmtudag stýrir Frédéric Boyer, sem fer fyrir dagskrárnefnd RIFF, Verki í vinnslu, í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands þar sem kvikmyndagerðarfólki með verk í vinnslu býðst að komast í tengsl við söluaðila, hátíðir, sjóði og dreifingaraðila. Verkin sem taka þátt í viðburðinum eru Skjálfti, Wolka, Band, This Is Not a Band, Raising the Bar, Vegferðin, Systrabönd og Ófærð 3. VOD-ið lausnin Á fimmtudag fara einnig fram pallborðsumræður tileinkaðar VOD á Íslandi sem stjórnað verður af Ásgrími Sverrissyni, leikstjóra og handritshöfundi. Því verður velt upp hvort VOD-ið verði lausnin varðandi seinkun kvikmyndafrumsýninga vegna heimsfaraldur eða hvort horfi fram á stríð á milli kvikmyndahúsa og streymisveita. Framsögumenn eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Þóra Björg Clausen, rekstrarstjóri nýmiðla hjá Sýn og Hörður Rúnarsson, framkvæmdastjóri Glassriver. Á föstudag eru á dagskrá pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi sem hefur blómstrað mjög síðustu mánuði þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þátttakendur verða leiddir í allan sannleik um það hvers vegna Ísland sé kjörinn staður til að taka upp kvikmyndir. Stjórnandi er Bergur Ebbi og framsögumenn Einar Hansen Tómasson, framkvæmdastjóri Film in Iceland, Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri TrueNorth og Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios. Loka viðburður Bransadaga RIFF er svokallað RIFF Talks í anda Ted Talks þar sem kvikmyndagerðarfólk og aðrir úr bransanum deila sinni reynslu með áhorfendum. Stjórnandi er Níels Thibord Girerd og fram koma Sunneva Ása Weisshappel, Ugla Hauksdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson og Rob Tasker. Allir viðburðir fara fram á ensku. Öllum viðburðum verður streymt beint á miðlum RIFF og Verk í vinnslu og pallborðsumræður um kvikmyndagerð á Íslandi einnig á Vísi. Takmarkaður gestafjöldi getur sótt viðburðina í Norræna Húsinu en aðeins skráðir meðlimir fá aðgang að Verk í Vinnslu. Aðrir viðburðir eru opnir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Nánari tímasetningar og skráning á viðburði hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“