Austurstrætinu lokað fyrir tökur á Leynilöggunni Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 12:30 Auðunn Blöndal, Björn Hlynur, Egill Einarsson og Steinunn fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt fjölmörgum öðrum þekktum Íslendingum. Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Nú níu árum síðar eru tökur á kvikmyndinni í fullri lengd hafnar. Vefsíðan Kvikmyndir.is greindi fyrst frá. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni en samkvæmt heimildum Vísis mun Steinunn fara með hlutverk lögreglustjóra og Björn Hlynur verður vondi kallinn. Hannes Þór Halldórsson mun leikstýra kvikmyndinni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út. Þessi mynd náðist frá tökum kvikmyndarinnar á Laugardalsvelli þegar Ísland og Svíþjóð kepptu landsleik í knattspyrnu kvenna á dögunum. Þarna má sjá Steinunni Ólínu leikkonu og Hannes Þór Halldórsson leikstjóra. vísir/vilhelm Auðunn Blöndal mun fara með hlutverk lögreglumanns sem hefur nóg að gera að leysa glæpamál í höfuðborginni. Aftur á móti heldur karakterinn kynhneigð sinni leyndri. Í kvikmyndinni mun hann Bússi, leikinn af Auðunni, rannsaka undarlegt bankarán. Steinunn Ólína tekur sig vel út sem lögreglustjóri.Vísir/vilhelm Í gær fóru fram heljarinnar tökur við Landsbankann við Austurstræti og var þá götunni lokað. Þar mátti sjá Auðunn Blöndal og Steinunni Ólínu og nokkra sérsveitamenn í tökunum. Samkvæmt heimildum Vísis er stefnt að því að frumsýna kvikmyndina á næsta ári. Hér að neðan má sjá stikluna gömlu sem kvikmyndin er byggð á. Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn birti á Instagram-síðu sinni fyrir stuttu frá tökunum í Austurstrætinu View this post on Instagram It's on! Kv. Bússi #Leynilöggan A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Sep 30, 2020 at 5:19am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Nú níu árum síðar eru tökur á kvikmyndinni í fullri lengd hafnar. Vefsíðan Kvikmyndir.is greindi fyrst frá. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni en samkvæmt heimildum Vísis mun Steinunn fara með hlutverk lögreglustjóra og Björn Hlynur verður vondi kallinn. Hannes Þór Halldórsson mun leikstýra kvikmyndinni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út. Þessi mynd náðist frá tökum kvikmyndarinnar á Laugardalsvelli þegar Ísland og Svíþjóð kepptu landsleik í knattspyrnu kvenna á dögunum. Þarna má sjá Steinunni Ólínu leikkonu og Hannes Þór Halldórsson leikstjóra. vísir/vilhelm Auðunn Blöndal mun fara með hlutverk lögreglumanns sem hefur nóg að gera að leysa glæpamál í höfuðborginni. Aftur á móti heldur karakterinn kynhneigð sinni leyndri. Í kvikmyndinni mun hann Bússi, leikinn af Auðunni, rannsaka undarlegt bankarán. Steinunn Ólína tekur sig vel út sem lögreglustjóri.Vísir/vilhelm Í gær fóru fram heljarinnar tökur við Landsbankann við Austurstræti og var þá götunni lokað. Þar mátti sjá Auðunn Blöndal og Steinunni Ólínu og nokkra sérsveitamenn í tökunum. Samkvæmt heimildum Vísis er stefnt að því að frumsýna kvikmyndina á næsta ári. Hér að neðan má sjá stikluna gömlu sem kvikmyndin er byggð á. Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn birti á Instagram-síðu sinni fyrir stuttu frá tökunum í Austurstrætinu View this post on Instagram It's on! Kv. Bússi #Leynilöggan A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Sep 30, 2020 at 5:19am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira