Dómarar verða minna strangir varðandi hendi Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 13:01 Martin Atkinson dæmdi hendi á Victor Lindelöf, eftir að hafa skoðað atvikið á skjá, en hefði sennilega sleppt því miðað við nýju viðmiðin. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00
Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30