Vissi í hvað stefndi en samt algjört áfall Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 07:01 Snæbjörn ræddi við Ara í þrjár klukkustundir og eðlilega ræddi þeir um allt milli himins og jarðar. Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira