Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skaut á ríkisstjórnina. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. „Hún er absúrd, hún er fáranleg,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa útskýrt að Camus hafi skilgreint sig sem absúrdista eða fáránleikasinna. Katrín hafði í stefnuræðu sinni vísað í Pláguna, bók eftir Camus. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur Davíð stjórnarflokkanna þrjá fyrir að halda áfram með það sem hann kallaði „endalausa runa kerfismála sem flest snúast um að sýna að Ísland sé þægasti krakkinn á upptökuheimili Evrópusambandsins.“ Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Sagði hann málefnaskrá ríkistjórnarinnar raunar vera „uppfulla af furðumálum“ „Hún boðar lögleiðingu fíkniefna, hvorki meira né minna, en virðist í staðinn ætla að beita sér gegn nikótínpúðum og rafrettum. Gerð verður önnur tilraun til að vega að starfi íslenskra leigubílstjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu án þess að fá mikla aðstoð. Nú á að rústa íslenskri nafnahefð sem hefur varðveist frá landnámi og þar til þessi ríkisstjórn tók við. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki gleymt áformum sínum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Sigmundur. Að lokum spurði hann til hvers ríkisstjórnin hafi eiginlega verið mynduð. „Er eitthvað í síðustu málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefði ekki átt jafnvel við og reyndar enn betur ef Vinstri græn væru í ríkisstjórn með t.d. Pírötum og Viðreisn? Þetta þarf ekki að vera svona, það er annar valkostur, og það munu þingmenn Miðflokksins sýna nú á nýju þingi.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. „Hún er absúrd, hún er fáranleg,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa útskýrt að Camus hafi skilgreint sig sem absúrdista eða fáránleikasinna. Katrín hafði í stefnuræðu sinni vísað í Pláguna, bók eftir Camus. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur Davíð stjórnarflokkanna þrjá fyrir að halda áfram með það sem hann kallaði „endalausa runa kerfismála sem flest snúast um að sýna að Ísland sé þægasti krakkinn á upptökuheimili Evrópusambandsins.“ Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Sagði hann málefnaskrá ríkistjórnarinnar raunar vera „uppfulla af furðumálum“ „Hún boðar lögleiðingu fíkniefna, hvorki meira né minna, en virðist í staðinn ætla að beita sér gegn nikótínpúðum og rafrettum. Gerð verður önnur tilraun til að vega að starfi íslenskra leigubílstjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu án þess að fá mikla aðstoð. Nú á að rústa íslenskri nafnahefð sem hefur varðveist frá landnámi og þar til þessi ríkisstjórn tók við. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki gleymt áformum sínum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga,“ sagði Sigmundur. Að lokum spurði hann til hvers ríkisstjórnin hafi eiginlega verið mynduð. „Er eitthvað í síðustu málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefði ekki átt jafnvel við og reyndar enn betur ef Vinstri græn væru í ríkisstjórn með t.d. Pírötum og Viðreisn? Þetta þarf ekki að vera svona, það er annar valkostur, og það munu þingmenn Miðflokksins sýna nú á nýju þingi.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira