Sigurður Ingi stal senunni: „Ræðan mín er ónýt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:28 Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Vilhelm Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira
Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira