Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:39 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira