Slalom: Magnað skíðadrama á RIFF Heiðar Sumarliðason skrifar 3. október 2020 12:23 Noée Abita í hlutverki Lyz í Slalom. RIFF hefur verið með óvenjulegu sniði þetta árið vegna Covid-19. Hver mynd er sýnd aðeins einu sinni í kvikmyndahúsi en þó er hægt að nálgast margar þeirra í gegnum vefinn með því að kaupa að þeim aðgang. Því miður er ekki hægt að sjá allar myndirnar á vefnum, eins og t.d. Nomadland, sem var líkt og allar aðrar myndirnar, aðeins sýnd einu sinni. Það eru þó góðar líkur á hún fari í almennar sýningar þegar fram líða stundir, enda er henni spáð góðu gengi á Óskarnum á næsta ári. Einnig má nefna að Bíó Paradís mun taka aðra vinsæla RIFF-mynd til sýningar síðar í mánuðinum, Another Round eftir Thomas Vinterberg, en hana er ekki hægt að nálgast í gegnum RIFF@home. RIFF@home flokkurinn er hins vegar opinn fram til miðnættis á sunnudag, því fer hver að verða síðastur að sjá eitthvað af hátíðinni. Hér verður fjallað um þrjár myndir af RIFF: Slalom, Night of the Kings og Shithouse, en sú síðast nefnda er sú eina þeirra sem ekkert hægt að nálgast í gegnum vefinn. Slalom. Frakkland. Kvikmyndin Slalom fjallar um Lyz, efnilega 15 ára skíðakonu, sem send er í einskonar skíðaheimavistarskóla fyrir framúrskarandi unga iðkendur. Þar lendir hún í mjög erfiðum þjálfara, sem er með heldur gamaldags aðferðir, sem ganga út á að brjóta iðkendurna niður til að byggja þá svo aftur upp. Hann svíkur svo það traust sem honum er látið í té þegar hann leitar á Lyz kynferðislega. Slalom er áberandi best þessara þriggja mynda sem ég náði að sjá. Hún nær sterkum tökum á áhorfandanum og er óþægileg út í gegn. Noée Abita, sem reyndar er 21 árs, leikur hina fimmtán ára Lyz og nær að skapa persónu sem virðist ekki alveg vita hvers vegna hún gerir hlutina sem hún gerir. Hún skíðar, segist langa til að ná langt, en ég er ekki viss um að hún vilji þetta í raun og veru sjálf. Slalom lætur ansi margt liggja milli hluta og áhorfendum leyft að fylla upp í eyðurnar, sem er eitthvað sem tekst ekki alltaf vel. Það gengur hins vegar upp hér og Slalom er vel þess virði að sjá. Night of the Kings. Fílabeinsströndin. Night of the Kings er á frönsku líkt og Slalom, en gerist á afrísku eyjunni Fílabeinsströndinni. Hún fjallar um Roman, sem lendir í stærsta fangelsi eyjunnar, en móttökurnar eru ekki alveg þær sem hann átti von á. Honum er umsvifalaust þrýst inn í hring þar sem hann er látinn skemmta föngum með sögum og virðist líf hans liggja undir hvernig tekst til. Ég verð að játa að ég átti töluvert erfitt með áhorfið. Það er í raun engin persóna sem áhorfandanum er leyft að tengjast. Roman er gjörsamlega óskrifað blað fyrir okkur og við erum ekki miklu nær þegar yfir lýkur. Myndin er hins vegar mjög flott. Lýsing, kvikmyndataka, leikur og klipping er allt á háum standard. Því er mjög sorglegt að ekki sé sögð saga sem nær meiri tökum á áhorfendum, sem er enn kaldhæðnislegra þar sem sagan sjálf gengur út á að ná að halda áhorfendum föngnum. Myndin hefur hlotið glimrandi dóma frá erlendum gagnrýnendum, en ég á ekki von á að hinn almenni áhorfandi verði sérlega hrifinn af Night of the Kings, þrátt fyrir að hér sé um glæsilega kvikmyndagerð að ræða. Shithouse. Bandaríkin. Titillinn Shithouse er mjög aggressívur og því búast áhorfendur e.t.v. við mynd sem er í takti við það. Svo er alls ekki. Hún fjallar um Alex, nýnema í háskóla, sem á mjög erfitt með að fóta sig fjarri móður sinni og systur. Hann kynnist svo Maggie, sem er svokallaður „resident advisor“ í heimavistinni hans. Hún er samt bara annars árs nemi, því er aðeins eitt ár á milli þeirra. Þau sofa svo saman, en daginn eftir hefur Maggie engan áhuga á Alex, sem bregst illa við því. Vandinn við Shithouse (fyrir utan að vera í engu flúkti við titilinn) er gjörsamlega handónýt uppbygging sögunnar. Aðalleikarinn Cooper Raiff er einnig höfundur handrits og leikstjóri, og er þetta hans fyrsta kvikmynd. Því er spurning hvort um sé að ræða reynsluleysi, eða misheppnaða tilraunamennsku. Hvort sem það er þá skýtur hann sig gjörsamlega í fótinn með því að teygja það sem hefðu átt að vera fyrstu 25 mínútur myndarinnar upp í heila klukkustund. Áhorfandinn er löngu búinn að átta sig á því sem er í gangi og er bara farinn að bíða þess að fá eitthvað nýtt inn í framvinduna. Þetta er ótrúlega sorglegt því persónur og leikendur eru mjög sjarmerandi og ef tekið hefði verið til í handritinu hefði auðveldlega verið að hægt að gera mjög góða indí gamanmynd. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson um myndirnar þrjár í Stjörnubíói, sem er nú komið á helstu hlaðvarpsveitur. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
RIFF hefur verið með óvenjulegu sniði þetta árið vegna Covid-19. Hver mynd er sýnd aðeins einu sinni í kvikmyndahúsi en þó er hægt að nálgast margar þeirra í gegnum vefinn með því að kaupa að þeim aðgang. Því miður er ekki hægt að sjá allar myndirnar á vefnum, eins og t.d. Nomadland, sem var líkt og allar aðrar myndirnar, aðeins sýnd einu sinni. Það eru þó góðar líkur á hún fari í almennar sýningar þegar fram líða stundir, enda er henni spáð góðu gengi á Óskarnum á næsta ári. Einnig má nefna að Bíó Paradís mun taka aðra vinsæla RIFF-mynd til sýningar síðar í mánuðinum, Another Round eftir Thomas Vinterberg, en hana er ekki hægt að nálgast í gegnum RIFF@home. RIFF@home flokkurinn er hins vegar opinn fram til miðnættis á sunnudag, því fer hver að verða síðastur að sjá eitthvað af hátíðinni. Hér verður fjallað um þrjár myndir af RIFF: Slalom, Night of the Kings og Shithouse, en sú síðast nefnda er sú eina þeirra sem ekkert hægt að nálgast í gegnum vefinn. Slalom. Frakkland. Kvikmyndin Slalom fjallar um Lyz, efnilega 15 ára skíðakonu, sem send er í einskonar skíðaheimavistarskóla fyrir framúrskarandi unga iðkendur. Þar lendir hún í mjög erfiðum þjálfara, sem er með heldur gamaldags aðferðir, sem ganga út á að brjóta iðkendurna niður til að byggja þá svo aftur upp. Hann svíkur svo það traust sem honum er látið í té þegar hann leitar á Lyz kynferðislega. Slalom er áberandi best þessara þriggja mynda sem ég náði að sjá. Hún nær sterkum tökum á áhorfandanum og er óþægileg út í gegn. Noée Abita, sem reyndar er 21 árs, leikur hina fimmtán ára Lyz og nær að skapa persónu sem virðist ekki alveg vita hvers vegna hún gerir hlutina sem hún gerir. Hún skíðar, segist langa til að ná langt, en ég er ekki viss um að hún vilji þetta í raun og veru sjálf. Slalom lætur ansi margt liggja milli hluta og áhorfendum leyft að fylla upp í eyðurnar, sem er eitthvað sem tekst ekki alltaf vel. Það gengur hins vegar upp hér og Slalom er vel þess virði að sjá. Night of the Kings. Fílabeinsströndin. Night of the Kings er á frönsku líkt og Slalom, en gerist á afrísku eyjunni Fílabeinsströndinni. Hún fjallar um Roman, sem lendir í stærsta fangelsi eyjunnar, en móttökurnar eru ekki alveg þær sem hann átti von á. Honum er umsvifalaust þrýst inn í hring þar sem hann er látinn skemmta föngum með sögum og virðist líf hans liggja undir hvernig tekst til. Ég verð að játa að ég átti töluvert erfitt með áhorfið. Það er í raun engin persóna sem áhorfandanum er leyft að tengjast. Roman er gjörsamlega óskrifað blað fyrir okkur og við erum ekki miklu nær þegar yfir lýkur. Myndin er hins vegar mjög flott. Lýsing, kvikmyndataka, leikur og klipping er allt á háum standard. Því er mjög sorglegt að ekki sé sögð saga sem nær meiri tökum á áhorfendum, sem er enn kaldhæðnislegra þar sem sagan sjálf gengur út á að ná að halda áhorfendum föngnum. Myndin hefur hlotið glimrandi dóma frá erlendum gagnrýnendum, en ég á ekki von á að hinn almenni áhorfandi verði sérlega hrifinn af Night of the Kings, þrátt fyrir að hér sé um glæsilega kvikmyndagerð að ræða. Shithouse. Bandaríkin. Titillinn Shithouse er mjög aggressívur og því búast áhorfendur e.t.v. við mynd sem er í takti við það. Svo er alls ekki. Hún fjallar um Alex, nýnema í háskóla, sem á mjög erfitt með að fóta sig fjarri móður sinni og systur. Hann kynnist svo Maggie, sem er svokallaður „resident advisor“ í heimavistinni hans. Hún er samt bara annars árs nemi, því er aðeins eitt ár á milli þeirra. Þau sofa svo saman, en daginn eftir hefur Maggie engan áhuga á Alex, sem bregst illa við því. Vandinn við Shithouse (fyrir utan að vera í engu flúkti við titilinn) er gjörsamlega handónýt uppbygging sögunnar. Aðalleikarinn Cooper Raiff er einnig höfundur handrits og leikstjóri, og er þetta hans fyrsta kvikmynd. Því er spurning hvort um sé að ræða reynsluleysi, eða misheppnaða tilraunamennsku. Hvort sem það er þá skýtur hann sig gjörsamlega í fótinn með því að teygja það sem hefðu átt að vera fyrstu 25 mínútur myndarinnar upp í heila klukkustund. Áhorfandinn er löngu búinn að átta sig á því sem er í gangi og er bara farinn að bíða þess að fá eitthvað nýtt inn í framvinduna. Þetta er ótrúlega sorglegt því persónur og leikendur eru mjög sjarmerandi og ef tekið hefði verið til í handritinu hefði auðveldlega verið að hægt að gera mjög góða indí gamanmynd. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson um myndirnar þrjár í Stjörnubíói, sem er nú komið á helstu hlaðvarpsveitur.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira