West Ham skellti Leicester | Dýrlingarnir á flugi 4. október 2020 12:55 Leikmenn West Ham fagna í dag. getty/Arfa Griffiths Það voru nokkuð óvænt úrslit sem litu dagsins ljós í ensku úrvalsdeildinni þegar West Ham United skellti Leicester City 3-0 á heimavelli Leicester. Leicester hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og sat á toppnum fyrir þessa helgi eftir að hafa unnið Manchester City 5-2 í síðasta leik. Michail Antonio kom West Ham yfir á 14. mínútu og Pablo Fornals bætti um betur á 34. mínútu, staðan 2-0 í hálfleik fyrir West Ham. Jarrod Bowen skoraði síðan þriðja mark Hamranna á 83. mínútu og lokatölur óvæntur 3-0 sigur West Ham. Hamrarnir unnu Wolves 4-0 í síðasta leik og eru því á blússandi siglingu eftir erfiða byrjun á mótinu. Southampton vann þægilegan 2-0 heimasigur á nýliðum West Brom. Moussa Djenepo skoraði fyrra markið á 41. mínútu og Oriol Romeu innsiglaði sigurinn á 69. mínútu. Þetta var annar sigur Southampton í röð en W.B.A. er ekki með nema eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina. Leicester er eftir leikinn í öðru sæti með níu stig, West Ham er í 7. sæti með sex stig líkt og Southampton sem er í 10. sæti. W.B.A. er síðan í 17. sæti með eitt stig. Enski boltinn
Það voru nokkuð óvænt úrslit sem litu dagsins ljós í ensku úrvalsdeildinni þegar West Ham United skellti Leicester City 3-0 á heimavelli Leicester. Leicester hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og sat á toppnum fyrir þessa helgi eftir að hafa unnið Manchester City 5-2 í síðasta leik. Michail Antonio kom West Ham yfir á 14. mínútu og Pablo Fornals bætti um betur á 34. mínútu, staðan 2-0 í hálfleik fyrir West Ham. Jarrod Bowen skoraði síðan þriðja mark Hamranna á 83. mínútu og lokatölur óvæntur 3-0 sigur West Ham. Hamrarnir unnu Wolves 4-0 í síðasta leik og eru því á blússandi siglingu eftir erfiða byrjun á mótinu. Southampton vann þægilegan 2-0 heimasigur á nýliðum West Brom. Moussa Djenepo skoraði fyrra markið á 41. mínútu og Oriol Romeu innsiglaði sigurinn á 69. mínútu. Þetta var annar sigur Southampton í röð en W.B.A. er ekki með nema eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina. Leicester er eftir leikinn í öðru sæti með níu stig, West Ham er í 7. sæti með sex stig líkt og Southampton sem er í 10. sæti. W.B.A. er síðan í 17. sæti með eitt stig.