Arsenal og Wolves með sigra 4. október 2020 14:55 Leikmenn Arsenal fagna. getty/Clive Rose Arsenal vann 2-1 sigur á Sheffield United í dag og Úlfarnir unnu Fulham 1-0. Það var markalaust í hálfleik hjá Arsenal og Sheffield en Bukayo Saka kom Arsenal yfir á 61. mínútu. Þremur mínútum síðar var Nicolas Pepe búinn að koma Arsenal tveimur mörkum yfir. David McGoldrick minnkaði muninn fyrir Sheffield á 84. mínútu og Sheffield menn þjörmuðu að marki Arsenal undir lokin í leit að jöfnunarmarki. Lærisveinar Arteta héldu þetta út og 2-1 sigur Arsenal staðreynd. Pedro Neto skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu þegar Wolves vann Fulham 1-0. Fulham og Sheffield eru stigalaus á botninum eftir fjórar umferðir. Arsenal er með níu stig í fjórða sæti og Úlfarnir eru í 12. sæti með sex stig. Enski boltinn
Arsenal vann 2-1 sigur á Sheffield United í dag og Úlfarnir unnu Fulham 1-0. Það var markalaust í hálfleik hjá Arsenal og Sheffield en Bukayo Saka kom Arsenal yfir á 61. mínútu. Þremur mínútum síðar var Nicolas Pepe búinn að koma Arsenal tveimur mörkum yfir. David McGoldrick minnkaði muninn fyrir Sheffield á 84. mínútu og Sheffield menn þjörmuðu að marki Arsenal undir lokin í leit að jöfnunarmarki. Lærisveinar Arteta héldu þetta út og 2-1 sigur Arsenal staðreynd. Pedro Neto skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu þegar Wolves vann Fulham 1-0. Fulham og Sheffield eru stigalaus á botninum eftir fjórar umferðir. Arsenal er með níu stig í fjórða sæti og Úlfarnir eru í 12. sæti með sex stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti