Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 4-1 | Mikilvæg þrjú stig í baráttunni um Evrópusæti Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2020 21:05 Breiðablik lék í vínrauðu í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Þeir fögnuðu með frábærum sigri. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sanngjarnan 4-1 sigur á Fylki í 18.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu en leikið var á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sitja í 3.sæti deildarinnar með 31 stig, jafnmörg stig og Stjarnan en Fylkir er í 6.sæti með 28 stig. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og áttu þrjár ágætar tilraunir að marki Fylkis á fyrstu mínútum leiksins. Það var því algjörlega gegn gangi leiksins þegar Arnór Borg Guðjohnsen kom Fylki yfir á 16.mínútu en hann slapp þá einn í gegnum vörn Blika. Markið kom úr fyrstu marktilraun Árbæinga í leiknum og fyrstu alvöru sókn liðsins. Í kjölfarið vöknuðu leikmenn Fylkis og fengu gott færi örfáum mínútum síðar þar sem þeir hefðu getað komist í 2-0. Blikar virkuðu örlítið slegnir eftir markið en það varði ekki lengi. Á 25.mínútu jafnaði Brynjólfur Andersen metin með góðu marki og á 29.mínútu kom hann Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að Blikar komust yfir voru þeir sterkari aðilinn í leiknum. Það hjálpaði Fylkismönnum ekki að Daði Ólafsson fékk sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks og mark Elfars Freys Helgasonar á 61.mínútu rotaði þá endanlega. Atli Freyr Andrason setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði fjórða mark Blika á 84.mínútu og sanngjarn sigur Kópavogspilta í höfn. Brynjólfur Andersen skoraði úr vítaspyrnu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikarnir spiluðu vel í dag og þegar þeir komast nálægt sínum besta leik er erfitt að eiga við þá. Þeir voru örlítið óstyrkir í uppspilinu eftir að Fylkismenn komust yfir en eftir að heimamenn náðu forystunni var eiginlega aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Bæði lið léku án lykilmanna sem voru í leikbanni en breidd Breiðabliks er meiri og þeir eiga auðveldara með að bregðast við fjarveru leikmanna. Þessir stóðu upp úr: Brynjólfur Andersen Willumsson var virkilega öflugur í dag, skoraði tvö mörk og fékk færi til að setja þrennuna. Hann var duglegur í varnarvinnunni, tók góð hlaup sóknarlega og var besti maður Blika í dag. Það er áhugavert að í bæði skiptin sem Thomas Mikkelsen hefur verið í leikbanni í sumar þá hefur Brynjólfur skorað tvö mörk en margir hafa kallað eftir fleiri mörkum í leik hans. Þá verður að minnast á Stefán Inga Sigurðarson, 19 ára leikmann Blika, sem átti flottan leik í dag. Hann var á láni hjá Grindavík fyrri hluta tímabilsins en hefur komið sterkur til baka og þakkaði Óskari Hrafni þjálfara heldur betur traustið í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið töpuðu boltanum nokkrum sinnum á slæmum stöðum fyrstu 30 mínútur leiksins og var refsað fyrir það. Blikar hafa átt við þetta vandamál að stríða í sumar og voru heppnir í 1-2 skipti til viðbótar þegar sendingar úr vörn eða marki misheppnuðust. Fylkismenn áttu á köflum erfitt með að klukka leikmenn Blika og sérstaklega eftir að þeir urðu einum manni færri, þá fengu þeir lítið að sjá af boltanum. Hvað gerist næst? Fylkir mætir meistarakandídötum Vals í næstu umferð á heimavelli sínum í Árbænum. Á dagskrá Blika er hins vegar Kópavogsslagur gegn HK en báðir þessir leikir fara fram fimmtudaginn 15.október. Höskuldur í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur: Við brugðumst vel við Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks sagði það sterkt að vinna Fylki í baráttunni um Evrópusætið en hann og félagar hans fögnuðu 4-1 sigri á Kópavogsvelli í kvöld. „Fylkismenn eru búnir að vera frábærir í allt sumar og eru hörkulið, vel skipulagðir og refsa eins og sást í dag. Þeir eru snöggir að breyta úr vörn í sókn þannig að þetta var sterkt,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Fylkismenn komust yfir í kvöld en þrettán mínútum síðar voru Blikar komnir með forystuna. „Við fórum ekki í eitthvað stress. Við fundum frá fyrstu mínútu að við vorum með stjórn á leiknum þannig að við héldum yfirvegun og vorum að opna þá fínt. Mörkin komu fljótlega eftir að þeir skora þannig að við brugðumst vel við.“ Mörk Blika komu úr öllum áttum í dag, frá sóknarmanni, varnarmanni og af bekknum. „Við erum með hörkugæði fram á við. Við höfum verið að skoða helling af færum í síðustu leikjum og í dag fannst mér við nýta þau, nema ég reyndar,“ bætti Höskuldur við glottandi. Atli Hrafn Andrason kom inn sem varamaður í kvöld og skoraði síðasta mark Blika en hann gekk til liðs við Breiðablik frá Víkingum í sumar. „Glæsilegt, hann kom inn með mikinn kraft og góða pressu varnar- og sóknarlega. Hann hafði áhrif sem er ekkert auðvelt í leik þar sem þeir eru einum færri og tempóið svolítið farið úr leiknum. Hann sprengdi þetta upp og gerði það vel.“ Brynjólfur Andersen Willumson skoraði tvö mörk í kvöld og fékk færi til að klára þrennuna en nýtti þau ekki. Bjóst Höskuldur við að skjóta eitthvað á hann inni í klefa vegna þess. „Nei nei, það er fínt að hann skoraði úr opnum leik, nýtti vítið vel og var líka duglegur varnarlega. Toppleikur hjá honum.“ Atli Sveinn og Ólafur Stígsson á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Atli Sveinn: Við eigum ágætis möguleika áfram „Menn lögðu sig 100% fram í verkefnið og þetta bara fór svona í dag. Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í leiknum en það voru lykilaugnablik í leiknum sem fara svolítið með okkur,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir tapið gegn Blikum í kvöld. Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu, eftir að Blikar höfðu sótt mun meira fram að því, en voru svo lentir undir skömmu síðar. „Við gerum vel, komumst í 1-0 og fljótlega eftir það erum við komnir 2-1 undir í stöðu þar sem við eigum að gera betur á vellinum. Við erum með boltann og missum hann á hættulegum stöðum og við ætluðum að fara í önnur svæði þegar við vinum boltann. Mér fannst við klaufar þar en við erum ekkert ósáttir með frammistöðuna þannig séð. Við erum svekktir að tapa 4-1,“ bætti Atli Sveinn við. Fylkir er í hörkubaráttu um Evrópusæti meðal annars við Breiðablik og tapið því dýrt í því ljósi. Atli var þó bjartsýnn þegar hann var spurður út í stöðu liðsins. „Þetta er svipuð staða þannig séð. Við vissum alltaf að þetta yrði hörkuleikur, næst spilum við gegn Val og það verður líka hörkuleikur. Við förum í hvern leik til að vinna. Það er nóg eftir í þessu, eða vonandi er nóg eftir í þessu og við fáum að klára mótið. Við eigum ágætis möguleika áfram.“ Daði Ólafsson, varnarmaður Fylkis, fékk sitt annað gula spjald á 55.mínútu. Fylkismenn virtust ekki sáttir og ræddu lengi við Erlend Eiríksson fjórða dómara á hliðarlínunni. „Við fengum svo sem engin svör frá fjórða dómara með það. Við þurfum að skoða það aðeins betur en við erum að fá fullmikið af spjöldum. Við þurfum að sjá þetta fyrst og maður er aldrei sáttur þegar maður fær spjöld. Við þurfum líka að ræða aðeins við Daða og sjá hvað gerðist,“ sagði Atli Sveinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Blikar fagna 70 ár afmæli með vínrauðum búningum Breiðablik mun leika í vínrauðum treyjum gegn Fylki er liðin mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Er það gert í tilefni 70 ára afmæli Breiðabliks. 4. október 2020 08:01
Breiðablik vann sanngjarnan 4-1 sigur á Fylki í 18.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu en leikið var á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sitja í 3.sæti deildarinnar með 31 stig, jafnmörg stig og Stjarnan en Fylkir er í 6.sæti með 28 stig. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og áttu þrjár ágætar tilraunir að marki Fylkis á fyrstu mínútum leiksins. Það var því algjörlega gegn gangi leiksins þegar Arnór Borg Guðjohnsen kom Fylki yfir á 16.mínútu en hann slapp þá einn í gegnum vörn Blika. Markið kom úr fyrstu marktilraun Árbæinga í leiknum og fyrstu alvöru sókn liðsins. Í kjölfarið vöknuðu leikmenn Fylkis og fengu gott færi örfáum mínútum síðar þar sem þeir hefðu getað komist í 2-0. Blikar virkuðu örlítið slegnir eftir markið en það varði ekki lengi. Á 25.mínútu jafnaði Brynjólfur Andersen metin með góðu marki og á 29.mínútu kom hann Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að Blikar komust yfir voru þeir sterkari aðilinn í leiknum. Það hjálpaði Fylkismönnum ekki að Daði Ólafsson fékk sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks og mark Elfars Freys Helgasonar á 61.mínútu rotaði þá endanlega. Atli Freyr Andrason setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði fjórða mark Blika á 84.mínútu og sanngjarn sigur Kópavogspilta í höfn. Brynjólfur Andersen skoraði úr vítaspyrnu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikarnir spiluðu vel í dag og þegar þeir komast nálægt sínum besta leik er erfitt að eiga við þá. Þeir voru örlítið óstyrkir í uppspilinu eftir að Fylkismenn komust yfir en eftir að heimamenn náðu forystunni var eiginlega aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Bæði lið léku án lykilmanna sem voru í leikbanni en breidd Breiðabliks er meiri og þeir eiga auðveldara með að bregðast við fjarveru leikmanna. Þessir stóðu upp úr: Brynjólfur Andersen Willumsson var virkilega öflugur í dag, skoraði tvö mörk og fékk færi til að setja þrennuna. Hann var duglegur í varnarvinnunni, tók góð hlaup sóknarlega og var besti maður Blika í dag. Það er áhugavert að í bæði skiptin sem Thomas Mikkelsen hefur verið í leikbanni í sumar þá hefur Brynjólfur skorað tvö mörk en margir hafa kallað eftir fleiri mörkum í leik hans. Þá verður að minnast á Stefán Inga Sigurðarson, 19 ára leikmann Blika, sem átti flottan leik í dag. Hann var á láni hjá Grindavík fyrri hluta tímabilsins en hefur komið sterkur til baka og þakkaði Óskari Hrafni þjálfara heldur betur traustið í kvöld. Hvað gekk illa? Bæði lið töpuðu boltanum nokkrum sinnum á slæmum stöðum fyrstu 30 mínútur leiksins og var refsað fyrir það. Blikar hafa átt við þetta vandamál að stríða í sumar og voru heppnir í 1-2 skipti til viðbótar þegar sendingar úr vörn eða marki misheppnuðust. Fylkismenn áttu á köflum erfitt með að klukka leikmenn Blika og sérstaklega eftir að þeir urðu einum manni færri, þá fengu þeir lítið að sjá af boltanum. Hvað gerist næst? Fylkir mætir meistarakandídötum Vals í næstu umferð á heimavelli sínum í Árbænum. Á dagskrá Blika er hins vegar Kópavogsslagur gegn HK en báðir þessir leikir fara fram fimmtudaginn 15.október. Höskuldur í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur: Við brugðumst vel við Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks sagði það sterkt að vinna Fylki í baráttunni um Evrópusætið en hann og félagar hans fögnuðu 4-1 sigri á Kópavogsvelli í kvöld. „Fylkismenn eru búnir að vera frábærir í allt sumar og eru hörkulið, vel skipulagðir og refsa eins og sást í dag. Þeir eru snöggir að breyta úr vörn í sókn þannig að þetta var sterkt,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Fylkismenn komust yfir í kvöld en þrettán mínútum síðar voru Blikar komnir með forystuna. „Við fórum ekki í eitthvað stress. Við fundum frá fyrstu mínútu að við vorum með stjórn á leiknum þannig að við héldum yfirvegun og vorum að opna þá fínt. Mörkin komu fljótlega eftir að þeir skora þannig að við brugðumst vel við.“ Mörk Blika komu úr öllum áttum í dag, frá sóknarmanni, varnarmanni og af bekknum. „Við erum með hörkugæði fram á við. Við höfum verið að skoða helling af færum í síðustu leikjum og í dag fannst mér við nýta þau, nema ég reyndar,“ bætti Höskuldur við glottandi. Atli Hrafn Andrason kom inn sem varamaður í kvöld og skoraði síðasta mark Blika en hann gekk til liðs við Breiðablik frá Víkingum í sumar. „Glæsilegt, hann kom inn með mikinn kraft og góða pressu varnar- og sóknarlega. Hann hafði áhrif sem er ekkert auðvelt í leik þar sem þeir eru einum færri og tempóið svolítið farið úr leiknum. Hann sprengdi þetta upp og gerði það vel.“ Brynjólfur Andersen Willumson skoraði tvö mörk í kvöld og fékk færi til að klára þrennuna en nýtti þau ekki. Bjóst Höskuldur við að skjóta eitthvað á hann inni í klefa vegna þess. „Nei nei, það er fínt að hann skoraði úr opnum leik, nýtti vítið vel og var líka duglegur varnarlega. Toppleikur hjá honum.“ Atli Sveinn og Ólafur Stígsson á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Atli Sveinn: Við eigum ágætis möguleika áfram „Menn lögðu sig 100% fram í verkefnið og þetta bara fór svona í dag. Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í leiknum en það voru lykilaugnablik í leiknum sem fara svolítið með okkur,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir tapið gegn Blikum í kvöld. Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu, eftir að Blikar höfðu sótt mun meira fram að því, en voru svo lentir undir skömmu síðar. „Við gerum vel, komumst í 1-0 og fljótlega eftir það erum við komnir 2-1 undir í stöðu þar sem við eigum að gera betur á vellinum. Við erum með boltann og missum hann á hættulegum stöðum og við ætluðum að fara í önnur svæði þegar við vinum boltann. Mér fannst við klaufar þar en við erum ekkert ósáttir með frammistöðuna þannig séð. Við erum svekktir að tapa 4-1,“ bætti Atli Sveinn við. Fylkir er í hörkubaráttu um Evrópusæti meðal annars við Breiðablik og tapið því dýrt í því ljósi. Atli var þó bjartsýnn þegar hann var spurður út í stöðu liðsins. „Þetta er svipuð staða þannig séð. Við vissum alltaf að þetta yrði hörkuleikur, næst spilum við gegn Val og það verður líka hörkuleikur. Við förum í hvern leik til að vinna. Það er nóg eftir í þessu, eða vonandi er nóg eftir í þessu og við fáum að klára mótið. Við eigum ágætis möguleika áfram.“ Daði Ólafsson, varnarmaður Fylkis, fékk sitt annað gula spjald á 55.mínútu. Fylkismenn virtust ekki sáttir og ræddu lengi við Erlend Eiríksson fjórða dómara á hliðarlínunni. „Við fengum svo sem engin svör frá fjórða dómara með það. Við þurfum að skoða það aðeins betur en við erum að fá fullmikið af spjöldum. Við þurfum að sjá þetta fyrst og maður er aldrei sáttur þegar maður fær spjöld. Við þurfum líka að ræða aðeins við Daða og sjá hvað gerðist,“ sagði Atli Sveinn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Blikar fagna 70 ár afmæli með vínrauðum búningum Breiðablik mun leika í vínrauðum treyjum gegn Fylki er liðin mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Er það gert í tilefni 70 ára afmæli Breiðabliks. 4. október 2020 08:01
Blikar fagna 70 ár afmæli með vínrauðum búningum Breiðablik mun leika í vínrauðum treyjum gegn Fylki er liðin mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Er það gert í tilefni 70 ára afmæli Breiðabliks. 4. október 2020 08:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti