„Helgin mun ráða úrslitum“ Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 22:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira