„Helgin mun ráða úrslitum“ Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 22:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu í dag vegna stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur, enda sé fjöldi nýrra smita verulegt áhyggjuefni. Helgin ráði þó úrslitum um næstu skref. „Þó það sé ekki beinlínis veldisvöxtur í faraldrinum þá er vöxturinn töluverður línulegur vöxtur. Við vorum að fara yfir, með þríeykinu ágæta, hvaða kostir eru í stöðunni ef gripið verður til hertra aðgerða og hvers megi vænta í þeim efnum,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn í dag. Hún segir ýmsa möguleika vera uppi á borðinu en sóttvarnalæknir hafi enn sem komið er ekki skilað tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason sagðist þó vera sterklega að íhuga hertari aðgerðir hér innanlands til þess að sporna gegn þeim vexti sem faraldurinn er í. Ástæða fundarins var að sögn Katrínar að gefa ráðherrum kost á að heyra mat sérfræðinganna á stöðu mála og hvaða valkostir væru fyrir hendi. Ferlið væri þó skýrt varðandi það að það væri sóttvarnalæknir sem hefði lokaorðið með því að skila tillögum til heilbrigðisráðherra. „Ég held að það sé full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Við höfum hins vegar verið í okkar stefnumótun að lágmarka samfélagsleg áhrif af faraldrinum, og það höfum við gert með því að beita vægari aðgerðum en til að mynda mörg nágrannalönd okkar þegar kemur að fjöldatakmörkunum og öðru,“ sagði Katrín en bætti þó við að kannski kallaði núverandi ástand á stærri skref. „Nú er kannski komið að þeim tímapunkti að við þurfum að vega og meta hvort við metum að það sé viðunandi árangur sem er að nást af því.“ Sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi og íhugar næstu skref varðandi aðgerðir innanlands.Vísir/Vilhelm Höfum verið að keyra eftir hárréttri braut Slakað var á samkomutakmörkunum í byrjun september eftir að smitum fór að fækka í annarri bylgju faraldursins. Þann 7. september var nálægðarreglunni breytt úr tveimur metrum í einn metra og máttu þá 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. Nú hafa tugir smita greinst daglega undanfarnar vikur og sveiflast á milli daga hvort meiri- eða minnihluti sé í sóttkví. Ekki hefur verið gripið til þess að herða aðgerðir innanlands en aðspurð segir Katrín ekki líta svo á að yfirvöldum hafi mistekist í þessari þriðju bylgju. „Ég held nú að ekkert hafi mistekist í þessu. Ég held að við höfum verið að keyra í raun og veru eftir hárréttri braut, það er að segja að ganga aldrei lengra en við höfum metið að þörf krefði.“ Hún segir stöðuna síbreytilega og það hafi alltaf verið ljóst að yfirvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru. „Við höfum alltaf verið mjög meðvituð um það að við þurfum að vera sveigjanleg í öllum okkar aðgerðum, það hefur legið fyrir eiginlega frá upphafi þessa faraldurs.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira