Finnur Freyr: Ennþá að þróa okkar stíl Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. október 2020 09:00 Finnur Freyr spakur á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45