Indverjar í miklum erfiðleikum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:52 Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AP/R S Iyer Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11