Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 19:47 Agla María fagnar markinu sem reyndist sigurmark leiksins. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32